Samlíf - logo
Samlíf    Samtök líffræðikennara
Samlíf
Forsíða
Fréttir
Lög félagsins
Fréttabréf
Um félagið
Ýmislegt
Námskeið
Ráðstefna
Myndir
Krækjur
Orðalistar
Námsefni

Gerast félagi
Fréttir
Samlíf 30 ára - Afmælisráðstefna Samlífs - Líffræðiráðstefnan
Í tilefni af 30 ára afmæli Samlífs halda samtökin ráðstefnu í samstarfi við Líffræðiélagið.  Ráðstefnan fer fram dagana 8. og 9. nóvember 2013.  Samlíf hvetur alla líffræðikennara á hvaða skólastigi sem er að sækja ráðstefnuna.  Sérstök athygli er vakin á einum efnisþætti hennar, líffræðikennslu.  Dagskrá og upplýsingar um ráðstefnuna verður að finna hér: http://biologia.is/um-radstefnuna-2013/

Dagur íslenskrar náttúru
Á Degi íslenskrar náttúru sendi Samlíf frá sér eftirfarandi ályktun:
Reykjavík, 16. september 2013

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra


Efni: Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum

Samlíf, samtök líffræðikennara hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu með áherslu á verklega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfni¬mark¬miðum.

Áhyggjur eru af sívaxandi niðurskurði í skólakerfinu sem leiðir til stærri hópa. Stækkun í hópum bitnar á verklegri kennslu og þar með gæðum menntunar. Áhersla námskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytis um hæfni¬viðmið er í andstöðu við stærri nemendahópa.

Mennta- og menningarmálaráðherra er einnig hvattur til að tryggja að ekki verði frekari niðurskurður í raungreinum í framhaldsskólum. Í námskrá (1999) fækkaði einingum úr 12 í 9 á bóknámsbrautum öðrum en náttúrufræðibraut. Á náttúrufræðibraut var einingum í raungreinum fækkað úr 36 í 21. Samræmist fækkun raungreinaeininga  í framhaldskólum  markmiðum um fjölgun nemenda í raungreina og tækninámi? Mikilvægt er að tryggja rými til að raungreinar (líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði) verði veigamikill hluti af námi í íslenskum framhaldsskólum.

Stjórn Samlífs – Samtaka líffræðikennara
Ester Ýr Jónsdóttir, formaður
Rúna Björk Smáradóttir, gjaldkeri
Hólmfríður Sigþórsdóttir, ritari
Arnar Pálsson, meðstjórnandi
Halla Bjarnadóttir, meðstjórnandi.

Samrit sent:
Mennta- og menningarmálaráðherra
Aðstoðarmanni Mennta- og menningarmálaráðherra
Ráðuneytisstjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Gæðastjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Deildarstjóra Stefnumótunar- og þróunardeildar Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Deildarstjóra Framhaldsskóladeildar Mennta- og menningarmálaráðuneytis


Málþing um náttúrufræðimenntun, 5. júní 2013
Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.
Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London
.


Námskeið um vistfræði, 10. - 12. júní 2013
Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.  Drög að dagskrá námskeiðsins má sjá hér.  Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013 en enn er laust pláss fyrir fjóra.  Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang formanns, esteryr (hjá) gmail.com.


Eldri fréttirSamlíf - Samtök líffræðikennara  ·  Pósthólf 8282  ·  128 Reykjavík

Umsjón og hönnun: Ester Ýr Jónsdóttir
Síðast uppfært:
8. október 2013