VefleiðangurinnKomdu með að smíða skarteftir Arndísi Hilmarsdóttur Kynning | Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða Kynning
Málmar eru mikið notaðir
í umhverfi þínu. Í húsgögn, áhöld,
tæki ýmiskonar o.fl. Einnig eru málmar mikið notaðir
í skartgripi, hálsmen, eyrnalokka, hringa o.fl. Mig langar
að kynna fyrir þér leyndardóma eindaldrar skartgripasmíði
sem þú getur framkvæmt í smíðastofunni
eða heima hjá þér. Verkefni
Verkefnið er fólgið í að:
Bjargir
Nokkrar slóðir í söfn sem
gott væri að heimsækja Listasafn Íslands, þar er hægt að skoða ýmsar myndir á vefnum. Daði Guðbjörnsson listmálari
Ekki er verra að heimsækja síður sem hafa að skarta myndum af skartgripum Adamas er fyrirtæki sem selur ýmsa skartgripi á netinu skoðið myndirnar Brautigam er einnig með góðar myndir af ýmsum skartgripum Bijoux Extraordinaire er síða sem hefur að geyma gott og fjölbreytt skartgripasafn Hér eru nokkrar tengingar í myndir úr náttúrunni. Náttúran veitir oft upplifanir sem gott er að nota þegar verið er að vinna í málma. Myndir frá Vestmannaeyjum Ekki eru síðri tengingar við verkefni sem nemendur eða aðrir hafa gert. Sýning nemenda í smíðadeild KHÍ vorið 1999 Verkefnabanki frá sjálfri mér úr smíðadeild KHÍ Verkefni sem kennarar unnu á námskeiði sumarið 1998 Kennslubók í málmsmíði Komdu með að smíða gull
Það sem æskilegt er að þú hafir við höndina í skólastofunni eða heima hjá þér til að geta framkvæmt þetta verkefni er:
![]() Ferli
Það sem þú átt
að gera er að fara í smá kynningarleiðangur
sem liggur að baki hönnunar á skartgrip. Til að búa
til fallega skartgripi er yfirleitt ekki nóg að setjast bara
niður, teikna eitthvað á blað og framkvæma svo.
Að baki fallegum skartgrip er nefnilega oftast mikil hugmyndavinna
sem felst í heimsóknum á söfn, skoðannaferða
í náttúrunni eða heimsóknum í búðir
til að átta sig á formum. Einnig er gott að skoða
bækur með formum og raða saman ólíkum formum. Þegar þú er búinn
að fara í gegnum þessar upplýsingar hér
á vefnum kemur þú til með að hafa skemmtilegan
skartgrip í höndunum. Þú verður að gæta
þess að fara í gegnum allan upplýsingalistann
svo vinnslan verði öll rétt.
Til að fá upplýsingar um hvernig form eru kveikt saman, söguð, pússuð og póleruð skaltu ýta hér Mat
Við matið á því
hvernig þú hefur unnið mun kennarinn hafa til hliðsjónar
iðni þína og ástundun, hvernig þér
hefur gengið við hugmyndavinnuna, hvort þú hefur
vandað þig við verkið. Einnig mun kennarinn fylgjast
með því hvort þú farir eftir þeim
leiðbeiningum sem þér hafa verið gefnar og hvort
þú nýtir þér þær við
úrlausn verkefnisins. Þú getur notað matsblaðið
sem viðmið um þá þætti sem kennarinn
fer eftir og svo mun hann vilja biðja þig um að meta hvernig
þér gekk við gerð verkefnisins.
Niðurstaða
Þú hefur nú væntanlega
farið í gegnum það hvernig lítill skartgripur
er útbúinn. Kannski langar þig að spreyta þig
á fleiri verkefnum líkum þessum og verður það
hægt innan tíðar því á netið
er væntanlegt kennsluefni í málmsmíði þar
sem verða leiðbeiningar með 24 verkefnum til að byrja
með en vonandi fjölgar þeim. Þú getur smellt
á hnappinn hér fyrir neðan og athugað hvort bankinn
er kominn í gagnið. |
Aftur á heimasíðu Arndísar
Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú villt koma til mín eða upplýsingar um ritvillur á síðunni þá smelltu endilega á myndina hér fyrir neðan og sendu mér í rafpósti