Hver er essi Arnds

 

Ég heiti Arndís Hilmarsdóttir og fæddist fimmtudaginn 30. janúar 1969 í Árbænum. Frá 5 ára aldri í 6 ára bekk og til loka 10. bekkjar gekk ég í Árbæjarskóla og naut þar leiðsagnar margra góðra kennara. 

Langar þig að vita hvaða vikudag þú ert fædd(ur)

athugaðu það hér

 

Hvaða dag fæddist þú?

Free JavaScripts provided
by The JavaScript Source

Eftir grunnskóla fór ég á stúfanna að leita að hentugu framhaldsnámi fyrir mig og fyrir valinu í fyrstu var Menntaskólinn við Sund en þar var ég í tvö ár. 

 

Eftir tvö ár þar fékk ég leið á menntaskólanámi og vildi mennta mig í inn í heilbrigðisgeiran. Þá byrjaði ég á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í FB leið mér afskaplega vel þar lauk ég bóklegu sjúkraliðanámi og einnig námi á Félagsstarfabraut Uppeldissviði. 

 

Í F.B. kynntist mörgum skemmtilegum krökkum og á síðasta ári mínu þar kynntist ég eiginmanni mínum honum Gumma. Við fórum saman í útskriftarferð eftir óskemmtilegt kennaraverkfall sem setti ýmis strik í reikningin hjá okkur því ferðin okkar styttist um nokkra daga vegna þess. En ferðin var aftur á móti mjög skemmtileg og var ferðinni heitið til Orlando-Jamaika-New York.

 

Í tilefni 10 ára útskriftarafmælis okkar er hægt að skoða ýmsar skemmtilega myndir á útskriftarsíðunni minni sem teknar voru þetta síðasta ár okkar í FB. 

 

Námsferill og starfsferill minn

Eftir framhaldsskólan fór ég í lögfræði en hætti fljótt þar vegna þess hvað mér þótti skruddurnar þar þurrar og síður eftirsóknarverðar. 

 

Ég fór að vinna fyrir heimilinu meðan maðurinn minn var í framhaldsnámi, því einhver þurfti að afla peninga til að kaupa húsnæði og borga reikningana, ekki eru námslánin það há að hægt sé að treysta á þau.

 

Í byrjun febrúar 1993 fæddist okkur síðan fyrsti gullmolinn okkar, hann Böðvar og hgt er a skoa suna hans me v a smella nafni hans, fimmtán mánuðum síðar í maí 1994 kom annar gullmoli í heiminn, hann Magnús hann hefur lka sna su. Á þessum tíma var ég heimavinnandi en aflaði smá tekna með því að prjóna og selja.

Eftir að hafa komið drengjunum í gegnum bleyjualdurinn, fór mig að langa að mennta mig meira.  Fyrir valinu varð hjúkrunarfræði því sú grein hefur alltaf heillað mig mjög. Því miður komst ég ekki í gegnum fjöldatakmörkunina en ári síðar fékk ég inngöngu í Kennaraháskóla Íslands og sé ekki eftir að hafa valið þann kost því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að leiðbeina krökkum í gegnum frumskóg fræðanna. Þar hóf ég nám haustið 1996 og tók valgreinina smíði. Smíðin heillaði mig mikið, en smíði og tölvur eru mín aðaláhugamál í dag.

Sumarið 1999 var ég að vinna á smíðavelli. Hausti 1999 fr g a kenna Korpuskla, skemmtilegum grunnskla sem hefur asetur   gmlum sveitab uppi Korplfsstum.  Fljtlega eftir ramtin 1999-2000 uppgtvai g a enn einn gullmoli var leiinni heiminn.  gst 2000 fddist svo hn Mara, skoi endilega hennar su me v a smella nafni hennar.

Ég hef reyndar mörg fleiri áhugamál sem tengjast þeim félagstörfum sem ég hef tekið þátt í. Núna þessa daganna er ég að skipuleggja ættarmót Lækjarskógsættar sem er ætt föður míns með skyldfólki mínu.

 

 

 

 

 

Ef þú hefur eitthvað við síðuna að athuga þá smelltu á myndina

hér fyrir neðan og sendu mér línu

Síðan var síðast uppfærð 13.7.2004

Aftur á heimasíðu Arndísar