Efni og áhöld
Prjónafesta
Að fitja upp
Prjónaaðferðir
Útaukning
Úrtökur
Affellingar
Frágangur
Léttar uppskriftir
Þyngri uppskriftir
Prjónaslóðir

 

© Arndís Hilmarsdóttir

Síðan var síðast uppfærð 19.08.2002

 

Prjónaaðferðir

Hægt er að prjóna á tvo prjóna fram og til baka, ýmist sokkaprjóna eða bandprjóna, stundum er hringprjón notaður ef lykkjufjöldi er mjög mikill. Þegar prjónað er í hring er ýmist notaðir fjórir til fimm sokkaprjónar eða hringprjón. Best er að tengja fitina saman þannig (hún verður fallegust þannig) að fitja upp eina aukalykkju sem er svo steypt yfir fyrstu lykkjuna í annarri umferð, passa verður þó að lykkjurnar séu ekki snúnar áður. Hér er getið nokkura aðferða til að prjóna, oftast er byrjað á því að prjóna garðaprjón þegar prjónað er fram og til baka. Þegar prjónað er í hring er einfaldast að prjóna slétt. Hægt er einnig að hafa áferðina slétt að framan þó svo prjónað sé fram og til baka og er þá nauðsynlegt að kunna að prjóna brugðið. Þegar byrjað er á því að prjóna sokka, vettlinga og peysur þarf að læra að prjóna brugninga eða stroff. Þeir sem komnir eru lengra geta spreytt sig á tvíbandaprjóni, myndprjóni og kaðlaprjóni.

Þegar byrjað er að prjóna er bandið lagt yfir og undir fingurna eins og sést á myndinni hér til hliðar, á þetta við allar prjónaaðferðir.
Svona er haldið á prjónunum þegar verið er að prjóna.
Stundum kemur það fyrir að maður missir niður lykkjur. Þetta er mjög góð aðferð til að ná þeim upp aftur, notið til þess heklunál og heklið upp lykkjurnar, passið að þær snúist ekki.