Efni og áhöld
Prjónafesta
Að fitja upp
Prjónaaðferðir
Útaukning
Úrtökur
Affellingar
Frágangur
Léttar uppskriftir
Þyngri uppskriftir
Prjónaslóðir

 

© Arndís Hilmarsdóttir

Síðan var síðast uppfærð 19.08.2002

 

Affellingar

Affelling kallast það þegar lykkjur eru heftar í lok prjóns svo þær rakni ekki upp, hægt er að fella af á mismunandi vegu til að fá mismunandi útlit. Hér fyrir neðan verður rakið í myndum og máli nokkrar aðferðir sem hægt er að nota.

Affelling sem snýr fram, tvær lykkjur eru prjónaðar sléttar.
Fyrri lykkjunni er steypt yfir.
Þannig er fellt koll af kolli þar til ein lykkja er eftir, bandið er þá dregið í gegnum síðustu lykkjuna.

Affelling sem snýr aftur, tvær lykkjur eru prjónaðar brugnar frá réttu, fyrri lykkjunni er steypt yfir, næsta lykkja er prjónuð brugðin og fyrri lykkju brugðið yfir, þannig er fellt af koll af kolli þar til ein lykkja er eftir, bandið er slitið frá og endinn dreginn í gegn.

 

Garðaprjónsaffelling, ein lykkja er prjónuð slétt, fremur laust, hún er sett yfir fyrstu lykkju á vinstrihandarprjóni og sú lykkja prjónuð laust, nýja lykkjan er sett yfir næstu lykkju á vinstrihandarprjóni og sú lykkja er einnig prjónuð laust, þannig er fellt af koll af kolli þar til ein lykkja er eftir.

 

Affelling sem vísar upp, ein lykkja er prjónuð slétt, næsta lykkja er prjónuð brugðin, fyrri lykkjunni er steypt yfir, næsta lykkja er prjónuð slétt og fyrri lykkju steypt yfir. Þannig eru lykkjurnar prjónaðar sléttar og brugnar til skiptis og fellt af um leið þar til ein lykkja er eftir.