Efni og áhöld
Prjónafesta
Að fitja upp
Prjónaaðferðir
Útaukning
Úrtökur
Affellingar
Frágangur
Léttar uppskriftir
Þyngri uppskriftir
Prjónaslóðir

 

© Arndís Hilmarsdóttir

Síðan var síðast uppfærð 19.08.2002

 

Hör

Hör er garn sem er yfirleitt mjög dýrt og er notað í fínni prjónaflíkur, oftast er það blanadað við önnur efni. Hér fyrir neðan er fróðleikur um hör sem fengin er beint af vefnum handavinna.is

Hörplantan
Hörplantan er talin elsta plantan sem forn menningarþjóðirnar notuðu í klæði. Plönturnar eru eins árs þannig að sáð er á vorin og tekið upp á haustin.
Hör er unnið úr stráum hörplöntunnar ( linium usitatissum) en fræin eru notuð til baksturs og í olíuframleiðslu. Heppilegastar til textílframleiðslu eru þær plöntur sem eru með löngum stönglum og greinafáar. Í einu hörstrái eru 30-40 þættir sem eru jafn langir stráinu en hver þáttur er gerður úr mörgum þráður sem hver er 0,5 -7 cm langur. Helstu ræktunarlöndin eru Belgía, Rússland, Írland og og nokkur ríki USA.

Hörgerðir
Fínustu hörvörurnar eru gerðar úr löngu þáttum hörstrásins sem geta verið allt að 100cm að lengd en ódýrari vörur eru gerðar úr stuttu þráðunum sem afgangs verða við framleiðsluna. Til að losa þræðina í stönglinum þarf að láta þá meirna. Algengast er að láta plönturnar liggja í þunnum lögum á jörð þannig að raki safnist í plönturnar, síðan er þeim snúið reglulega þannig að allar plönturnar liggi við jörðu og fái raka. Önnur aðferð er að leggja stönglana í vatn en aðferðirnar eru valdar eftir því hvað er best á hverjum stað. Þessar aðferðir teljast náttúrulegar en hjálpað til af manninum. Þetta ferli tekur um 4-8 vikur. Hörþræðirnir eru síðan þurrkaðir og sendir áfram í vinnslu.

Saga hörsins
Vitað er að hörinn var mikilvægt efni hjá Egyptum til forna. Fundist hafa leyfar af efnum sem sýna að þeir höfðu mikla kunnáttu við vinnslu og vefnað. Vegna mikillar eftirspurnar eftir hörefnum varð ræktun og vinnsla hörsins fljótlega tekjulind almennings en einnig voru þrælar og fangar notaðir við framleiðsluna. Klæðnaður þræla var umvafinn lendarskýla úr grófum hör en fyrir múmíur faraóa þurfti allt að 1000 metra af fínt unnu hörefni. Hörefni þótti einnig mjög góð fyrir segl vegna eiginleika þess að vera sterkari þegar það er vott. Musterisprestar máttu ekki klæðast öðrum efnum en fínt unnu höri. Sagan segir að Ágústus keisari hafi látið konurnar í höll sinni spinna og vefa hörinn heima í höllinni sem varð til þess að þær urðu svo góðar í þessari iðju að efnin urðu eins og ský svo létt og fíngerð voru þau.

Styrkur
Hör er ekki eins slitsterkt og bómull og þolir hör því ekki eins vel vélvinnslu og þvott. Hör hefur þó meira togþol en bómull.

Sólarljós
Hör þolir vel sólarljós.

Hlaup
Eins og önnur efni úr cellulósaþráðum hleypur hörefni við þvott.

Krumpur
Hörefni krumpast nokkuð mikið enda eru þræðirnir lítið teygjanlegir.

Upptaka raka og vökva
Hör tekur vel upp raka, vatnsdrægni er svipað og hjá bómull.

Óhreinindi
Hör hrindir þurrum óhreinindum vel frá sér en blaut óhreinindi setjast í þræðina og skilja eftir sig bletti.

Einangrunargildi
Hör er eftirsótt til fatagerðar í heitari löndunum vegna góðra eiginleika til að taka upp raka og vegna þess að einangrunargildi er lítið, enda eru þræðirnir vel varmaleiðandi.

Þvottur,hreinsun og strauun
Best er að þvo hör með miklu vatni, sápu með lágu ph gildi og háum hita þó ekki hærri en 60 C. Best er að skola með köldu vatni. Hör þolir strauun á hæsta hita en þegar rúlla er notuð skal rúllan vera köld. Hör þolir flest hreinsiefni. Útasaum úr hör er best að stenkja daginn áður og leggja síðan á vott undirlag, strekkja og festa niður með títuprjónum og leggja vott stykki yfir og láta þorna þannig. Stór stykki er best að stenkja daginn áður. Leggja síðan á mikið blautt stykki og pressa með straujárni.

Helstu eiginleikar hörs eru:
· Slitsterkt
· Rakadrægt
· Vökvadrægt
· Hitaleiðandi
· Glansar
· Endist vel

Helstu gallar hörs eru:
· Þvottur og hirðing
· Krumpast
· Þétt og lítið einangrunargildi
· Tekur í sig óhreinindi
· Viðkvæmt fyrir blettum


1.3 Ramie (austurlenskt hör)

Ramieplantan
Þræðirnir í stönglum Ramieplöntunnar(Boehmerias) eru mjög fínir og 5-15 cm að lengd. Plantan er frekar dýr í vinnslu en á móti kemur mjög hvítt, glansandi og sterkt efni. Efni með ramie missa ekki glansa við þvott. Ramie er mýkra og liprara en hör. Oft er talað um Ramielín. Helstu ræktunarlönd eru Kína, Indland, Japan, A-Indium og Florida Usa.

Notkun Ramie
Algengt er að blanda Ramie við önnur efni til að ná fram ýmsum góðum eiginleikum. Ramie er bætt í bómull í skyrtu og kjólaefni og í prjónaðar ullarvörur úr ull eða silki. Sérblanda úr ull, pólyester og ramie er mjög gott í áklæði.

Styrkur
Ekki mjög sterkt efni og þolir ekki eins vel vélarvinnslu og bómull.

Sólarljós
Þolir vel sólarljós

Hlaup
Getur hlaupið við þvott

Krumpur
Krumpast minna en hör

Raka og vökvadrægni
Mjög góð rakadrægni

Óhreinindi
Hrindir frá sér þurrum óhreinindum en blaut óhreinindi smjúga inn í þræðina og skilja eftir bletti.

Einangrunargildi
Er meðal vel einangrandi.

Þvottur,hreinsun og strauun
Best er að þvo með miklu vatni,venjulegu þvottaefni fyrir viðkvæman þvott við háan hita. Þolir vel hita við strauun og rúllun. Ramie þolir flest þvottaefni.

Helstu eiginleikar Ramie eru :
· Sömu eiginleikar og hör
· Auðvelt í þvotti og hirðingu
· Mjúkir þræðir
· Langir þræðir
· Hvítir þræðir

Helstu gallar Ramie eru :
· Sömu gallar og hör
· Dýrt í vinnslu