Efni og áhöld
Prjónafesta
Að fitja upp
Prjónaaðferðir
Útaukning
Úrtökur
Affellingar
Frágangur
Léttar uppskriftir
Þyngri uppskriftir
Prjónaslóðir

 

© Arndís Hilmarsdóttir

Síðan var síðast uppfærð 19.08.2002

 

Prjónafesta

Prjónafesta er kallað sá lykkju- og umferðarfjöldi sem telst vera á 10X10 sm þegar prjónið er mælt. Nauðsynlegt er að þessi prjónafesta sé rétt, sérstaklega þegar verið er að prjóna flíkur eftir uppskriftum því annars geta orðið röng hlutföll í flíkinni og hún passar ekki. Röng prjónafesta getur líka haft áhrif á efnismagn sem getið er í uppskriftinni of laus prjónafesta notar minna garn og flík verður víðari. Of föst prjónafesta kallar á meira garn og flík verður þykkari en jafnframt þrengri. Þegar verið er að byrja prjónaskap er gott að prjóna sýnishorn 15x15 sm og mæla svo 10x10 sm bút og gá hvort réttur lykkjufjöldi sé innan 10 sm markanna og eins hvort umferðarfjöldinn sé réttur miðað við 10 sm. Ef lykkjurnar eru of margar er prjónað of fast og þarf því að fá sér grófari prjóna, ef lykkjurnar eru of fáar er prjónað of laust og þarf því fínni prjóna. Prjónafestu er yfirleitt getið á dokkum sem við kaupum og er myndin í líkingu við þessa hér fyrir neðan.