Efni og áhöld
Prjónafesta
Að fitja upp
Prjónaaðferðir
Útaukning
Úrtökur
Affellingar
Frágangur
Léttar uppskriftir
Þyngri uppskriftir
Prjónaslóðir

 

© Arndís Hilmarsdóttir

Síðan var síðast uppfærð 19.08.2002

 

Úrtökur

Úrtaka nefnist það þegar lykkjum er fækkað á prjóninum ýmist um eina, tvær eða fleiri. Það er gert með því að prjóna saman tvær eða fleiri lykkjur. Hér fyrir neðan er þetta sýnt myndrænt til hægri og vinstri.

Úrtaka til vinstir, steypiúrtaka, lykkjurnar eiga að snúa þannig að prjónað er framan í sléttu lykkjuna, lykkja er tekin óprjónuð eins og eigi að prjóna hana yfir á hægri prjóninn.

Næsta lykkja er prjónuð og fyrri lykkjan er dregin yfir, efri lykkjan vísar til vinstri. Ef á að fækka um tvær lykkjur í einu þá er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð eins og fyrr og tvær lykkjur svo prjónaðar saman síðan er óprjónuðu lykkjunni steypt yfir prjónuðu lykkjuna.

 

Úrtaka til hægri, lykkjurnar eiga að snúa þannig að prjónað er framan í sléttu lykkjuna, tvær lykkjur eru prjónaðar saman og vísar þá efri lykkjan til hægri.
Úrtaka þrjár lykkjur saman, miðlykkjan ofan á. Tvær lykkjur eru teknar óprjónaðar fram af prjóninum eins og þær væru prjónaðar sléttar saman.
Næsta lykkja er prjónuð og þá er báðum óprjónuðu lykkjunum steypt samtímis yfir prjónuðu lykkjuna.
Svona lítur úrtakan út ef haldið er áfram með hana upp.