Efni og áhöld
Prjónafesta
Að fitja upp
Prjónaaðferðir
Útaukning
Úrtökur
Affellingar
Frágangur
Léttar uppskriftir
Þyngri uppskriftir
Prjónaslóðir

 

© Arndís Hilmarsdóttir

Síðan var síðast uppfærð 19.08.2002

 

Útaukningar

Það sem átt er við þegar talað er um útaukningar er þegar við bætum við lykkjum í það sem við erum að prjóna. Það eru til ýmsar aðferðir til að bæta við lykkjum, mun ég taka fyrir hér nokkrar.

Þessi aðferð er notuð þegar bætt er lykkju fyrir framan hægri prjóninn þannig að lykkjan í umferðinni á undan, þ.e. bláa lykkjan fyrir framan er tekin upp, snúin og bandið dregið í gegnum hana.
Í þessari aðferð er lykkjan tekinn upp þeim megin sem hægri prjóninn er, þ.e. bláa lykkjan hægri megin er tekinn beint upp og bandið dregið í gegnum hana.
Í þessari aðferð er búin til lykkja á milli prjónanna í umferðinni á undan. Bandð á milli lykkjanna er tekið upp, snúið og rauða bandið dregið í gegnum hana.
Í þessari aðferð er búinn til lykkja úr bandinu sem er verið að prjóna úr, þ.e. slegið bandi upp á prjónin, við þetta myndast gat.
Þetta er eins og aðferðin hér fyrir ofan nema settur er snúningur á bandið, prjónast ekki eins til baka.