Tölvukennsla í 4.bekk Korpuskóla
home syllabus assignments materials community

Á þessum námskeiðsvef er hægt að nálgast upplýsingar um tölvukennslu í 4. bekk í Korpuskóla fyrir veturinn 2002-2003

Námskeiðslýsing:
Námsefnið sem farið verður í á þessu námskeiði er að læra að taka myndir, setja þær inn í tölvu og lagfæra þær. Setja myndir inn í texta á tölvutæku formi. Læra að brjóta um texta með myndum og búa til einfaldar heimasíður.
Forkunnátta:
Til þess að geta farið í gegnum þetta námskeið er æskilegt að vera búinn að fara í gegnum hin 3 námskeiðin. Það sem þarf að vera til staðar í tölvunni eru forritin Fireworks eða sambærilegt myndvinnsluforrit (Photoshop, Paint Shop Pro), ritvinnsluforritið word, vefsíðugerðar forritið Frontpage, umbrotsforritið Print Artist eða Publisher til þess að þú getir nýtt þér þetta efni.
Hvernig á að byrja:
Flettu yfir flipanna hér uppi til að skoða hvernig námskeiðsvefurinn er uppbyggður síðan ferðu inn á verkefni og finnur fyrsta verkefnið og byrjar á því.

©2002 Arndís Hilmarsdóttir