Listastefnur og helstu listamenn

Eftir Ásthildi B. Jónsdóttur

 Kynning | Verkefni| Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

 

 

       

 

Kynning

Í Þessu verkefni eigið þið að skapa ykkar eigin vefsíðu um listastefnu og listamann. Til þess að verkefnið verði sem skemmtilegast er vert að muna að þegar við sýnum jákvætt og fordómalaust viðhorf skemmtum við okkur oftast best. Það er mjög mikilvægt að lesa öll fyrirmæli áður en þið hefjist handa við verkefnavinnuna.

Efst á síðu

          

Verkefni

Veljið ykkur eina listastefnu til umfjöllunar.

 1. Endurreisn 14 - 16 öld
 2. Mannerismi -- 1515-1610
 3. Barokk -- 1600-1730
 4. Rókókó -- 1720-1770
 5. Ný-klassík -- 1770-1900
 6. Rómantík -- 1850-1950
 7. Raunsæi -- 1850-1940
 8. Impressjónismi -- 1863-1886
 9. Póst-Impressjónismi --1886-1905
 10. Expressjónismi -- 1890-1905
 11. Nýstíll (Art Nouveau) -- 1890-1905
 12. Fávismi -- 1905-1907
 13. Kúbismi -- 1907-1914
 14. Abstraktlist -- 1908-1925
 15. Dada -- 1916-1922
 16. Súrealismi -- 1924-1935
 17. Abstrakt expressjónismi --1945-1955
 18. Popplist -- 1955-1965
 19. Oplist --1960-1970

 

Nú eigið þið að semja samantekt um valda listastefnu. Fram þarf að koma:

Þið eigið að útbúa vefsíðu og vísa í slóðir sem tengjast efninu

Efst á síðu

 

           

Bjargir

Í leit ykkar af heimildum er vert að skoða:

Bækur sem fjalla um listastefnur og listaverk:

Sýningar í listasöfnum og galleríum á vefnum:

Leita á netinu á flokkuðum leitarvefum:

Efst á síðu

 

           

Ferli

Í umfjöllun ykkar um listaverk er mikilvægt að þið fjallið um listaverkin á persónulegu nótunum. En munið að nota alltaf rökstuðning.

Efst á síðu

         

Mat

Samantektin verður metin eftir því hversu skýrt og vel framsett efnið er, hvort það er skemmtilegt og fallega frágengið og hvernig myndefni er notað til skýringar. Þið fáið umsögn fyrir samvinnu, áhuga, frumkvæði og frammistöðu. Samantektin er metin eftir því hversu vel heimildirnar á vefnum voru notaðar. Þið metið einnig verkefni hvors annars og setja fram með rökstuðningi. Að lokinni þessari vinnu vinnið þið verkefni sem byggja á heimildum úr vefsíðunum ykkar.

Efst á síðu

 

           

Niðurstaða

Nú hafið þið lært ýmislegt um mismunandi listastefnur. Í gegnum aldirnar hafa áherslur í myndlist birst á mismunandi hátt allt frá því að vera í hlutverki söguritara að því að vera miðill heimspekilegra vangaveltna. Nú getið þið einnig gert ykkar eigin vefsíður með vísum í aðrar síður.

Efst á síðu

 

Síðasti skiladagur 5. mars 1999

 

           

Seinast uppfært 26. janúar 1999.

Ásthildur Björg Jónsdóttir