Sigurður Örlygsson
eftir Unni Malínu Sigurðardóttir
Fjölskylda | Menntun| Um Sigurð sem listamann | Sýningar | Fyrirmyndir og áhrifavaldar | Viðurkenningar


Fjölskylda

Sigurður Örlygsson, listmálari fæddist 28.júlí 1946 í Laugardal í Reykjavík. Þar ólst hann upp ásamt móður sinni, föður, sem einnig er listamaður og systur. Nú er hann giftur Ingveldi Róbertsdóttur og á með henni fimm börn auk þess sem hann á eina dóttur sem hann eignaðist áður en hann kynntist Ingveldi.
Mætt til leiks- 1995. 226 x 326 cm, olía.

Menntun

Sigurður lærði í fjögur ár í Myndlista- og handíðaskólanum og tók þaðan teiknikennarapróf. Svo fór hann í Listaakademíuna í Kaupmannahöfn og var þar einn vetur og einn vetur í Art Students League í New York. Meðal kennara hans voru Hörður Ágústsson og Bragi Ásgeirsson hér heima, Rikhard Mortensen í Danmörk.


Um Sigurð sem listamann

 
Sigurður byrjaði sem geometrískur abstraktmálari og hefur smám saman verið að vinna sig upp í meira frjálsræði. Um tíma vann Sigurður klippimyndir og hefur það haft áhrif á alla myndgerð hans síðan. Upp á síðkastið hefur Sigurður verið að vinna með nokkuð sérstakt myndefni, hann hefur verið að taka fjölskyldu sína og æsku fyrir og gerir úr því eins konar fantasíumyndir.
Sigurði lætur best að mála annað hvort mjög stórt eða mjög lítið!
Sigurður átti þátt í að stofna gallerí Gangskör í Bernhöftstorfunni árið 1985.
 Sigurður hefur sitt lifibrauð af myndlistinni, þó erfitt hafi það á stundum verið. Hann hefur tekið að sér ýmiss konar verkefni sem tengjast myndlist, kennt myndlist og ýmislegt fleira.

Konan með brauðið 1996, 80 x 105 cm, olía og akrýl


Sýningar

 Sigurður hefur haldið 29 einkasýningar jafnt hér á landi sem utan. Hann hélt sína fyrstu sýningu 1971. Árið 1996 varð Sigurður fimmtugur og hélt af því tilefni stóra yfirlitssýningu til að halda upp á það og að hafa verið myndlistamaður í 25 ár. Sigurður hefur haldið svo margar samsýningar að hann hefur ekki lengur tölu yfir þær.


Fyrirmyndir og áhrifavaldar

 

Fólkið í Hafrafelli- 1995-6. 180 x 240 cm, olía.
Þó Sigurður eigi mjög bágt með að finna sína mestu áhrifavalda þá á hann þó nokkra. Í byrjun var hann mjög hrifinn af amerískum geometrískum abstraktmálurum, en núna er hann hrifinn, t.d. af endurreisnarlistamönnunum og Piero Della Francesca. Sigurður segir að hans helsta stoð og stytta í gegnum árin hafi verið konan hans, Ingveldur. Sigurður er mikill tónlistarunnandi og hlustar þá mest á klassík og djass. Hann er ekki frá því að þessi tónlist hafi haft mikil áhrif á list hans.


Viðurkenningar

 Sigurður hefur nokkrum sinnum fengið starfslaun listamanna hér á landi, hann hlaut menningarverðlaun DV árið 1989. Hann telur að afstaða Íslendinga fyrir alls konar sjónrænum menningarverðmætum sé ekki nógu góð og að of fáir listamenn á Íslandi fái tækifæri til að rækta og þróa sína list.


 Síðast uppfært 2.nóv. 1999