Skilasíða

Ég miða mína kennslu við að nemendur geri sem mest sjálfir og séu virkir
þátttakendur, ég hef reynt að hafa það líka að leiðarljósi við verkefni mín
hér.

Vefrallý um umhverfismennt,Ég hef mikinn áhuga á umhverfismennt og skólinn minn er að keppast við að fá grænafánann, sem viðurkenningu fyrir umhverfisstefnu sína. Ég valdi að gera vefrallý fyrir 7.bekk um umhverfismennt. Umhverfismennt er ekki sér grein í námskránni og á þar með allstaðar heima.
Vefrallý um Mjólkurbú Flóamanna Annað vefrallý gerði ég fyrir 5.bekk um Mjólkurbú Flóamanna. 5.bekkur á að kynnast mismunandi störfum og grunnframleiðendum.
UT og kennsla Þetta verkefni vann ég hjá Láru Stefánsdóttur um áhuga minn og áherslur( smelltu á fánann til að skoða þetta)

Vefleiðangur um íslenskan landbúnað Nemendur í 7.bekk eiga samkvæmt námskránni í samfélgasfræði að leita að upplýsinga sér til gagns og gamans. Mér finnst mikilvægt að nemendur kynnist landbúnaði á Íslandi. Til að vekja þá til umhugsunar og til þess að veta þeim innsýn, svo þeir geti betur tekið þátt í umræðunni um landbúnað.

TækninHér er lítil frásögn um tæknina á mínu heimili
Kennsluvefur um hjartað Í 7. bekk eiga nemendur að læra um mannslíkamann og er þessi kennsluvefur sérstaklega ætlaður þeim hópi, þó svo að fleiri gætu haft gagn af honum.

Námskeið um veður Í kaflanum um jarðvísindi (náttúrufræði) í 7.bekk er ætlast til að nemendur læri um veður á Íslandi, tel ég þetta námskeið gæti notast í því samhengi.

Blogger

Jarðfræði fyrir 7. bekk - lokaverkefni
Ég hef valið að setja saman kennsluvef um jarðfræði Íslands. Vefurinn er hugsaður stuðningur við jarðfræðikennslu en ekki sem aðalefni þess vegna hef ég einungis notað Dreamweaver, PowerPoint, Producer og Hot Potatoes. Ég skipulagði námið samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla í náttúrufræði. Þar er í áfangamarkmiði við lok 7. bekkjar tekið fram að nemendur eiga að þekkja til innri og ytri afla og áhrifa þeirra á mótun landslags. Ég skrifaði texta um hvert atriði fyrir sig og út bjó svo verkefni út frá honum. Eftir lestur textans ætti nemandinn að vera hæfur til að vinna verkefnið. Er það í anda hugsmíðahyggjunnar. Verkefnin út bjó ég með tilliti til fjölgreindakenningu Gardners þannig að þau ættu að virkja allar greindir eftir henni. Á þann hátt tel ég mig koma á móts við alla nemendur sem hafa mismunandi greindarsvið, fatlaðir sem ófatlaðir. Ég ætlast til þess að nemendur kynni sér allan vefinn áður en þeir velja sér verkefni. Hver kennari verður að meta hve mörg verkefni hver og einn nemandi á að leysa. Nemendur eiga að vinna sjálfstætt með hliðsjón til skipulagningar og framkvæmdar og í sumum tilvikum að velja sig saman í hópa.

Upplýsingamiðlun í Verkmenntaskólanum á Akureyri

til baka

© 2003 - Bolette Høeg Koch

 

 

 

 

 

 

.