Jarðfræði

 

Flekar
Jörðin er hnöttur sem búinn er til úr ytri og innri kjarna, möttli og jarðskorpu. Jarðskorpan skiptist í 6 stóra fleka og nokkra minni. Þessir flekar eru allir á hreyfingu. Við mörk flekanna verða miklar jarðhræringar. Til eru þrenns konar flekamörk:  
Flekaskil: Þar sem flekana rekur hvor frá öðrum. Á flekaskilum er mikið um eldgos þar sem kvikan vellur upp til þess að fylla í það gat sem hefur myndast. Þar með stækka flekarnir um leið og þeir færast hvor frá öðrum. Einkenni flekaskila eru miðhafshryggir eins og Atlantshafshryggurinn sem Ísland liggur á. Einkenni flekaskila eru opnar gjár og sprungur, mikill jarðvarmi, sigdalir og eldgos.

Flekamót: Þar sem flekana rekur hvor á móti öðrum. Á flekamótum myndast fellingafjöll á meginlöndum en djúpálar á úthöfum. Þar eru einnig miklir jarðskjálftar og tíð eldgos en þau eru mun hættulegri en eldgos sem verða á flekaskilum. Á flekamótum minnka flekarnir þar sem annar treðst undir hinum. Þá myndast fellingafjöll bæði í hafinu og á meginlandi. Besta dæmið um fellingafjöll eru Himalayafjöllin í Asíu þar sem Indland rekur til norðurs.

Sniðgeng flekamörk: Þar sem flekarnir nudda saman hliðunum, t.d. ef annar flekinn er á leið til suðurs en hinn til norðurs. Á sniðgengum flekamörkum verða sjaldan eldgos en mjög mikið er um jarðskjálfta. San Andreas sprungan í Ameríku liggur á sniðgengum flekamörkum enda er jarðskjálfta tíðni mjög há þar.

Ef þig vantar upplýsingar eða hefur einhverjar spurningar varðandi efnið getur þú farið inn á vísindavef Háskóla Íslands og spurst fyrir.
Það eru líka ýmsar upplýsingar á þessum vef frá Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Á þessum enska vef getur þú fræðst um jarðskorpuhreyfingar.

til baka

© 2003 - Bolette Høeg Koch