Jarðfræði

 

 

Skoðaðu vefinn vel og veldu þér verkefni. Í lokin verður svo sýning á verkefnum nemenda þar sem foreldrum og öðrum gestum verður boðið að koma og sjá.Í jarðfræði er talað um tvenns konar öfl, útræn-og innræn öfl. Innrænu öflin fá orku sína úr iðrum jarðar og koma fram sem jarðskjálftar, eldgos, djúpálar, fellingafjöll og sigdalir. Þau vinna að því að byggja upp löndin og búa til djúp höf og háa fjallatinda. Útrænu öflin fá hins vegar orku sína frá sólinni og koma fram sem vindur, úrkoma, hitasveiflur, öldugangur og skrið í jöklum. Þau reyna að slétta löndin og gera fjallstindana ávala.

Í raun má segja að útrænu- og innrænu öflin eigi í stöðugu stríði. Innrænu öflin vilja hafa jörðina með djúpum höfum og hvössum fjallstindum en útrænu öflin vilja hafa hana með ávölum fjöllum og aflíðandi landslagi.

 

Heimildaskrá

til baka

© 2003 - Bolette Høeg Koch