Teiknaðu ferning með því að
smella á vinstri hlið músar og halda skiptihnappnum í tölvuborðinu niðri á meðan þú teiknar.

Litaðu ferninginn að eigin vali.

 

Klipptu hlið úr ferningnum og síðan skaltu flytja hana á mótlæga hlið. Gættu þess þegar þú klippir að byrja og enda í horni.

Dragðu ferhyrning um formið og taktu afrit af því. Þetta er formið sem þú þekur myndina með. Færðu formið að enda myndflatarins.

Límdu formið, litaðu það í öðrum lit og færðu það að enda myndflatar. Þetta endurtekur þú þar til þú hefur þakið allan myndflötinn.

Þú getur notaðu blýantinn til að teikna inn í formið þitt. Þannig getur þú fengið skemmtilegar myndir

 

Margir myndlistarmenn nota mismunandi mynstur í myndum sínum. Einn þeirra var hollenski listamaðurinn Escher (1898 – 1972). Skemmtilegt er að vinna mynd með aðferð Escher í tölvu. Nota má forritið Paint.

Í þökun eru marghyrningar grunnform. Hlið í marghyrningi er breytt og breytingin flutt á aðra hlið hans. Nýja formið er síðan notað til að þekja.

Búðu til nokkrar myndir í tölvu.

 

 

 

Hægt er að búa til myndir með öðrum formum.

Skoðaðu vef Sólrúnar Harðardóttur Um Escher og strfri

Veldu eitt form og segðu frá því, hvernig Sólveig breytir því

og hvaða flutninga hún notar til að þekja.

 

Veldu eina mynd eftir Escher og segið frá hvernig hann byggir hana upp.

Hvaða form er að finna í myndinni?

Hvernig heldur þú að hann hafa búið hana til?