Íslenski fáninn Íslenski fáninn

Um 1870 vakti Sigurður Guðmundsson málari athygli á því, að þjóðin ætti fremur að hafa íslenska fálkann heldur en þorskinn í merki sínu. Máli hans var vel tekið. Stúdentar og skólapiltar urðu fljótir til að taka fálkann upp í merki sitt.

FálkafáninnSumarið 1873 var blár fáni með hvítum fálka í fyrsta skipti dreginn að húni á Þingvöllum. Þjóðhátíðarsumarið 1874 voru haldnar samkomur víða um land og var þá víðast flaggað með fálkamerkinu.

Á þessum árum skapast talsvert almennur áhugi fyrir því, að íslenska þjóðin eignist sitt sérstaka tákn eða merki. Þjóðin var óánægð með þorskmerkið og vildi leggja það niður og taka upp fálkamerkið. Kom þetta skýrt í ljós þegar Alþingishúsið var reist árið 1881, en þá var þorskmerkið sett framan á það.

 

Til baka

©Guðfinna G. Guðmundsdóttir                                                        Síðast uppfært 30.05.2001