Íslenski fáninn Íslenski fáninn

Árið 1897 skrifaði Einar Benediktsson grein í blaðið Dagskrá, sem hann nefndi "Íslenski fáninn." Bendir hann þar á að fálkafáninn sé ósamræmanlegur við flögg annarra kristinna þjóða. Krossinn sé hið algengasta og hentugasta flaggmerki. Leggur hann til að fáni Íslands verði hvítur kross á bláum feldi.

HvítbláinnÞessi grein hafði mjög mikil áhrif og náði fánagerð þessi þegar almennum vinsældum. Sumarið 1897 var þessi fáni í fyrsta skipti hafður á lofti á þjóðminningunni í Reykjavík.

Ekki voru þó allir alls kostar ánægðir með þennan fána. Ýmsir töldu hann of líkan fánum annarra þjóða, aðallega Svía og Grikkja. Töldu þeir að örðugt gæti reynst að greina þessa fána í sundur á sjó úti.

 

Til baka

©Guðfinna G. Guðmundsdóttir                                                        Síðast uppfært 30.05.2001