xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

     Hesturinn

   Hestsævin

 

Þegar verið er að tala almennt um hesta er oft talað um hross.  Karldýrið er annars kallað hestur, en kvendýrið meri eða hryssa (ung meri). Afkvæmið kallast folald.  Eins til fjögra/fimm vetra hestar (og merar) eru trippi og ungir hestar eru kallaðir folar.  Einnig eru til fjölmörg önnur nöfn yfir hesta; gæðingur er t.d. góður reiðhestur en bikkja og trunta er sagt um miður góða reiðhesta. Sum nöfn koma aðalega fyrir í kveðskap, s.s. jór, jálkur, fákur og drösull.

Stóð í haga  Mynd:BjörnHryssan gengur með í 48 vikur, síðan kastar hún eins og sagt er.  Folöldin fæðast á sumrin og þegar rætt er um aldur hrossa er talað um hve margra vetra þau séu.  Folaldið fer strax á spena og fylgir hryssunni næsta hálfa árið.  Ekki er það algilt að folöldin séu tekin undan mæðrum sínum, en þeir sem gera það, taka þau oftast á hús í nóvember eða desember.  Trippin þarf að fóðra vel, gefa þeim ormalyf og sjá til þess að þau komist út undir bert loft og geti hreyft sig daglega.  Um vorið þarf að gelda folana sem ekki verða valdir sem graðhestar.

Trippi eru oftast látin ganga úti þangað til tamning hefst.  Hross sem ganga úti þurfa að hafa gott skjól, þeim þarf að gefa hey og þau verða að komast í vatn. Hvort sem hross eru úti eða inni þurfa þau gott eftirlit og umhirðu.

Mörgum þykir æskilegt að trippi hafi vanist umgengni við fólk áður en eiginleg tamning hefst, sem oftast er á 4. vetri.  Ekki borgar sig að fara of geyst af stað við tamningu, því ekki má ofgera ungum hestum.  Eftir því sem hesturinn eldist má auka brúkun hans og þjálfun.  Hestar geta orðið nokkuð gamlir, jafnvel yfir 30 vetra, en venjulega er þeim fargað áður en þeir ná svo hárri elli.  Hestar geta verið vel brúklegir til 25/27 vetra aldurs.


HHestsævinxxLíkamixxSjúkdómarxxGangtegundirxxHestalitirxxHestanöfn