xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

     Hestamennska

   Ferðalög á hestum

 
Ferð á hestum getur verið dagleið eða helgarferð.  Hún getur líka tekið fleiri daga eða vikur og borist um framandi héruð.  Fyrir hestamann eru ferðalögin ein besta leiðin til að kynnast hestinum, landinu og náttúru þess.   Á ferðalögum læra hestarnir að nota krafta sína á réttan hátt. Þeir læra að fara ógreiðfærar leiðir án alls asa.  Þeir verða rólegir þegar áð er og nota tímann til að nærast og hvílast.  Ferðalög á hestum njóta sífellt meiri vinsælda og hiklaust hægt að mæla með þeim ferðamáta.  En þau þarf að skipuleggja vel.

Undirbúningur fyrir lengri ferðalög
Ákveða þarf hvert á að fara, hvað á að verja löngum tíma í ferðina og dagleiðir með tilliti til gististaða.  Dagleið er u.þ.b. 30 - 50 km.  

Þegar ferðaáætlun hefur verið gerð þarf að hafa samband við landeigendur.  Þótt farið sé aðeins einu sinni um ákveðið svæði, verður að gera sér far um að ferðamaðurinn valdi ábúendum á því svæði engum óþægindum. Þvert á móti er það hlutverk hans að ná góðu sambandi við fólk og vekja jákvætt hugarfar gagnvart hestamönnum.

Hestar fara yfir á. Mynd: Simone GeilenHestakostur í lengri ferðir þurfa að vera 3 - 4 hestar á mann.  Ferðahestar þurfa að vera vel þjálfaðir.  Að vera með illa þjálfaðan hest í ferð er ábyrgðarleysi gagnvart hestunum og ferðafélögunum sem þurfa að taka tillit til þessara hesta.  Rétt er að deila brúkuninni niður á hestana eftir því sem hentar.  Heppilegast er að brúka yngri hestana fyrri hluta dags en þá eldri seinni hlutann.  Yngri hesturinn er betur fyrirkallaður í upphafi hverrar dagleiðar eftir hvíld næturinnar jafnframt er hann fljótari að lýjast þegar líður á daginn.  Eldri hesturinn yfirleitt stirðari að morgni og verður því mun betur undirbúinn, þegar hann hefur hlaupið fyrstu áfangana og liðkast.

Gott er að vera búinn að járna hestana 10 - 15 dögum fyrir langferð.  Ekki er gott að vera með beisli upp í öllum ferðahestunum.  Ef hestar eru styggir er gott að hafa á þeim stallmúl.  Æskilegast er að hafa beislabúnað eins léttan og hægt er.

Ferðamaðurinn verður að:

  • Kunna að hirða, fylgjast rétt með hestunum, fyrir og eftir langa reið og á meðan á henni stendur.
  • Vera reyndur í að umgangast hross og hafa nægt eftirlit með þeim þegar áð er.
  • Geta fest lausa skeifu og neglt undir.
  • Geta farið torfæra leið.
  • Þekkja þær reglur sem gilda um umferð á hestum.
  • Kunna að lesa af kortum og nota áttavita.
  • Auk þess ætti hver ferðamaður að koma fram af drenglyndi, hjálpsemi og tillitsemi við hópinn, vera óeigingjarn og tilbúinn að taka til hendinni.

Það er oftast nauðsynlegt að taka með fyrir lengri ferðir; regnföt, járningaáhöld, skeifur, hóffjaðrir, bursta, sjúkrakassa fyrir menn og hesta, hrossasóttarlyf, rafmangsgirðingu, landakort og áttavita (GPS).

Sjá einnig frekari umfjöllun um undirbúning fyrir langferðir eftir Hallmar Sigurðsson.


 KnapinnxxReiðtygi xTamningxxÞjálfunxxFerðalög xUmhirða