xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

        Hesturinn
   Gangtegundir
 

Íslenski hesturinn hefur þann sérstakan eiginleika að hafa fimm mismunandi gangtegundir; fet, brokk, stökk, tölt og skeið.

Ekki eru þó þessar gagntegundir eðlislægar öllum hestum og er talað um tvö flokka hesta: alhlið hesta og klárhesta með tölti.  Alhliða hestar hafa allar fimm gangtegundirnar, fet, brokk, tölt, stökk og skeið.  Klárhestar með tölti eru hestar sem hafa allar gangtegundirnar nema skeið. Í raun má einnig nefna tvo aðra flokka og það eru hreinir klárhestar sem hafa grunngangtegundirnar, fet, brokk og stökk og svo lullarar sem hafa fet, stökk og skeið.  Þessir tveir flokkar hafa ekki verið eins vinsælir reiðhestar, klárhestar þykja reyndar oft góðir ferðahestar þar sem þægilegt er að ferðast á þeim yfir óslétt land.  Lullarar hafa oft verið notaðir sem barnahestar en þeir fara jafnan á skeiði á hægri ferð.  Skeiðið er ekki hreint heldur einhver blanda af skeiði og tölti sem þykir hesti til lýta.  Sú hætta fylgir því ef óvaningar eru látnir ríða alhliða hestum að lullið verði allsráðandi.  

Hjá flestum hestum er einhver ein gangtegund ríkjandi en þó eru til hestar sem eru nokkuð jafnir á allar gangtegundir.  Gangtegundir þarf að þjálfa vel, þær eru ólíkar og gera mismunandi kröfur til knapans hvað varðar ásetu, taumhald og hvatningu. Á feti.  Mynd: Herdís Br.

Fet
Fetið er jafn fjórtakta gangtegund og er sviflaus, tveir og jafnvel þrír fætur eru samtímis á jörðu. Á fetgangi á hesturinn að ganga slakur og frjáls, með réttum takti og lifandi fasi. Gott er að byrja og enda reiðtúra á feti svo að hesturinn nái að sveigja sig og losa sig við stirðleika sem getur þá bæði virkað sem upphitun og slökun fyrir hestinn.

BrokkhreyfingBrokk
Brokkið er tvítakta skástæð gangtegund, tveir fætur koma niður samtímis. Brokk er svifgangtegund, hesturinn spyrnir t.d. með vinstri afturfæti og hægri framfæti og lendir á hægri afturfæti og vinstri framfæti o.s.frv. Brokkið er léttasta gangtegundin, fyrir utan fet, og við sjáum að flestir hestar kjósa sér það á ósléttu landi.

Á stökki.  Mynd: Herdís Br.Stökk
Stökk er þrítakta gangtegund með svifi. Gott er að slá þremur puttum í borð til að heyra taktinn.  Hesturinn getur ýmist stokkið upp á hægri eða vinstri fót og er mikilvægt að þjálfa það jafnt, sérstaklega hjá alhliða hestum því það er lykillinn að skeiðinu. Stuttir hraðir sprettir geta haft örvandi áhrif á lata hesta og allir hestar verða að kunna að hreyfa sig kröftuglega.

Á tölti. Mynd: Herdís Br.Tölt
Tölt er fjórtakta hliðarhreyfing, fjórir hófaskellir eins og fetið og því stundum líkt við hlaupandi fetgang. Tölt er sviflaus gangtegund, ýmist einn eða tveir fætur á jörðu í einu. Þegar hestur töltir hækkar hann sig að framan, gefur eftir bakið, dregur sig saman og þunginn færist meir á afturfæturna. Tölt er sérkenni íslenska hestsins og greinir hann frá flestum öðrum hrossakynjum
.

Á skeiði.  Mynd: Herdís Br.Skeið
Skeið er (nær því) tvítakta hliðarhreyfing með svifi. Skeið er einkum riðið á stuttum sprettum með miklum hraða. Skeiðið er tilkomumesta og vandasamasta gangtegundin sem aðeins alhliða hestar búa yfir.


 KnapinnxxReiðtygi xTamningxxÞjálfunxxFerðalög xUmhirða