xxxxxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

 

 

 

 

 

 

 

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson
  Uppfært 15.06.2001

 

Velkomin á vef um íslenska hestinn.  Hér er að finna ýmsan fróðleik um hann og hestamennsku.

Vefurinn er einkum ætlaður börnum og unglingum en einnig öðrum þeim sem vilja fræðast um hesta og hestamennsku.

Vefurinn er flokkaður í 4 hluta; Sögu hestsins, Hestinn, Hestamennsku og Upplýsingar.

 

Landnámsmenn fluttu með sér hesta til Íslands. Mjög líklega hafa þeir tekið með sér bestu og harðgerðustu hestana úr stofni sínum.  Í margar aldir blandaðist íslenski hesturinn ekki öðrum hestum og hefur hann haldið hreinleik sínum eins og hann gerir enn.

Það sem einkennir íslenska hestinn er einkum fjölbreytni í gangi og litum, styrkur, hreysti og góð lund.  Hann er óvenju sterkbyggður og þrautseigur, gerir ekki miklar kröfur til fóðurs og húsaskjóls en nær háum aldri og hefur einstaklingsbundin persónuleika.  Hann er félagsvera og vill helst vera í húsi eða á beit með öðrum hestum.  Þetta eru m.a. þættir sem hafa gert íslenska hestinn eftirsóknarverðan víða um heim.  

Áður fyrr var hesturinn notaður til bústarfa og ferðalaga og kallaður þarfasti þjónninn.  Í dag er hestamennska áhugamál fjölda fólks og margir njóta þess t.d. að ferðast um landið á hestum.  Hestamenn þurfa að huga að mörgum þáttum, s.s. þjálfun, umhirðu og öðru því sem fylgir því að eiga hest.  Margir hafa líka starfa við tamningar, hrossarækt og fleira er lítur að hestamennsku.

Margar bækur hafa verið skrifaðar um hesta og hestamennsku.   Vísur og sögur hafa verið sagðar í gegnum aldirnar af bæði gæðingum og bikkjum.  Í dag er að finna margskonar efni á Netinu um hesta og hestamennsku, eins og t.d. þennan vef.