xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

       Hesturinn

   Líkami og skynfæri

 

Hesturinn er húsdýr, spendýr og hófdýr.

Þegar hesturinn gefur frá sér hljóð hneggjar hann eða frýsar (þá er hann að blása úr nösum).

Íslenski hesturinn er smávaxinn og sterkbyggður og hefur mikið úthald.  Engir hestar aðrir hafa jafnmargar gangtegundir; fet, brokk, tölt, valhopp (hægt stökk), skeið og stökk.

Skynfæri hestsins
Hestar eru lifandi dýr með tilfinningar.  Til þess að hesturinn skilji knapa og hvers þeir krefjast af honum verða knapar að skilja hann, gagnkvæmur skilningur verður að ríkja.  Nauðsynlegt er að knapar hafi alltaf í huga að skynjun hesta er talsvert öðruvísi en hjá okkur.

Sjón hesta er öðruvísi en okkar og þá fyrst og fremst vegna ólíkra stöðu augnanna. Augun eru aftar á hestum og utar á höfði og því er sjóndeildarhringur þeirra mun víðari en okkar. Hestar sjá ekki eins langt og við en þeir sjá hins vegar betur en við í myrkri.

Heyrn hesta er næm og heyra þeir betur en við og lyktarskyn þeirra er miklu fullkomnara en okkar.  Hross eru einnig ótrúlega minnug (þó þau hugsi ekki rökrétt) og ratvís, strok í átt til æskustöðva er algengt meðal hesta. Hestar í rekstri.

Lund (skapgerð)
Íslenski hesturinn er talinn kraftmikill og viljugur.  Hann hefur aflað sér aðdáunar fyrir jafnaðargeð og vingjarnlegt eðlisfar.

Hegðunarmynstur og svipbrigði hjá hestinum eru mjög mismunandi.  Þau má fyrst og fremst sjá út frá eyrna- og höfuðstöðu hans en einnig af augnsvipnum.

Hestar eru misjafnlega skapi farnir eins og menn.  Skapgerðareinkenni geta verið arfgeng, en umhverfi og uppeldi hefur líka áhrif.  Hestar hafa traust eða viðkvæmt skap, eru blíðlyndir, harðlyndir, viljugir, latir o.s.frv.

Hestar eru hópdýr, það þýðir að hann er félagsvera og vill helst vera í húsi eða á beit með öðrum hestum.


HHestsævinxxLíkamixxSjúkdómarxxGangtegundirxxHestalitirxxHestanöfn