xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

        Hesturinn
   Hestanöfn
 

Í bókinni Hrímfaxi, eftir Hermann Pálsson, má finna helstu hestanöfn með útskýringum á þremur tungumálum (íslensku, ensku og þýsku).

  • Nöfn dregin af lit og litareinkennum: Rauður, Jarpur, Skjóni, Blesi, Sokki, Stjarni, Glófaxi, Leistur.
  • Nöfn dregin af öðrum útlitseinkennum: Trölli, Mús, Jaki, Toppur, Dúskur
  • Nöfn dregin af eiginleikum hestsins: Glaður, Ljúfur, Léttir, Hrekkur.
  • Nöfn dregin af upprunastað hestsins: Heiðar (frá Heiði), Núpur (frá Núpi), Húni (úr Húnavatnssýslu) eða honum bætt við: Hóla - Blesi.
  • Nöfn tengd náttúruöflum og veðurfari: Gustur, Gola, Katla, Alda, Bylgja, Hrímir.
  • Nöfn úr dýra-, steina- og jurtaríkinu: Krummi, Otur, Reynir, Björk, Tinna, Kopar.
  • Nöfn úr goðafræði og bókmenntum: Sleipnir, Freyja, Ægir, Venus, Uggi, Sóllilja.
  • Nöfn tengd atburðum í lífi hestsins (eigandans): Ófeigur, Strengur, Gjöf, Hátíð.

Gamalkunn, hefðbundin nöfn er mörg, s.s.: Sörli, Fluga, Blakkur. Oft vísa nöfn til litar hestsins s.s.: Eldur, Frosti, Dimma, Börkur.  Við val á nafni á hest verður að taka tillit til einstaklingsins, t.d. að daufur foli er ekki skýrður Gustur.

Hér er að lokum gömul vísa með hestanöfnum.

Ljótur, Sóti, Léttfeti,
langi Rauður, Grani,
Bleikur, Gulur, Gráskjóni,
Gráni, Penni, Mani.


HHestsævinxxLíkamixxSjúkdómarxxGangtegundirxxHestalitirxxHestanöfn