xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

     Hestamennska
   Reiðtygi
 

Í dag er til fjöldinn allur af reiðtygjum, enda eru kröfurnar orðnar miklar og menn farnir að gera sér grein fyrir því að réttur beislabúnaður skiptir miklu máli.  Eitt beisli hentar einum hesti en ekki öðrum.  Hnakkar skipta líka máli, bæði fyrir hestinn og knapann.  Vanda skal val reiðtygja.  Þau eru dýr þess vegna ættu allir að hugsa vel um þau.  Í lok þessa kafla er fjallað um reiðtygi til forna.

Beisli og enskur múll. Mynd: Herdís Br.Beisli og múlar
Mélin liggja milli framtanna og jaxla í munni hestsins, en þar er tannlaust bil. Þar liggja þau á tungunni.  Mélin mega ekki vera of þykk eða of grönn. Stundum þarf að fikra sig áfram. Vísbending um að mél fari vel í munni hestsins og hann sé slakur er ef það myndast munnvatnsfroða (þ.e. hesturinn freyðir).  Hringamél eru fullnægjandi fyrir allflesta hesta og henta flestum sem stunda hestamennsku af áhuga.

Stangir ættu aðeins vanir hestamenn að nota, því þær geta valdið miklum skaða.  Keðjan ræður hve þungt átakið verður - án hennar virka þær líkt og hringamélin.  Mikið vogarafl myndast, ef keðjan er stutt og strekkt.

Varðandi höfuðólar er reglan að hafa sem minnst á höfði hestsins.  Það sem er best, fallegast og þægilegast eru mjóar, sterkar ólar úr leðri.

Taumar mynda hið mikilvæga samband á milli munns hestsins og handa knapans.  Munið þó að taumurinn er alls ekki eina stjórnunartækið.  Knapinn stjórnar hestinum með taumum, sæti og kálfum (stundum líka með hljóðmerkjum).  Gott er að hafa lása á báðum endum taumsins.

Hnakkur. Mynd: Björn Hnakkar
Hnakkar eru til í öllum stærðum og gerðum og alltaf eru að koma nýjar gerðir á markað, þar sem menn reyna að þróa það sem best passar.  Það er mikilvægt að hnakkurinn passi hestinum, særi ekki og að knapinn fylgist með þegar hnakkurinn fer að bælast eða gliðna í sundur. Þá getur hann meitt eða sært hestinn í baki.

Margir nota dýnur undir hnakkinn til hlífðar og nú er einnig hægt að fá hnakka með sérstökum gel-fyllingum.

Reiðtygi fyrr á öldum
Á meðan hesturinn var aðalsamgöngutæki landsmanna var það metnaðarmál að vera vel ríðandi. Góðum hesti sömdu góð reiðtygi og margur kom sér upp beisli með fallega steyptum stöngum, ennislaufum og skrauti. Hnakk með flúraðri brík og kúlu, eða söðli með drifnum látúnsþynnum og fagurlegaskreyttum reiða. Yfir söðulinn breiddu konur glitofin áklæði í mörgum litum.

Reiðtygi voru mjög dýr og þeir sem ekki höfðu efni á að kaupa sér hnakk eða söðul riðu um á þófa. Þófinn var gerður úr svellþæfðri ull eða samanborinni ull og brotin saman á síðum hestsins, en yfir hann var spennt þófaól með hringjum þar sem bæði hengu móttök fyrir gjarðir og ístaðsólar með þófaístöðum. Fátækt fólk notaði oft hornístöð og jafnvel beislisstangir úr horni.  Margar stúlkur fengu söðul í fermingargjöf, en þá þótti ekki við hæfi að konur sætu í hnakk, það gerðu bara karlarnir. Þetta þótti hæfa betur því konur gengu alltaf í síðum pilsum sem erfitt var að sitja klofvega í á hestbaki.


 KnapinnxxReiðtygi xTamningxxÞjálfunxxFerðalög xUmhirða