Landnámsmenn
komu með hesta með sér til landsins fyrir
um 1100 árum. Síðan á 11.
öld, hafa engin hross verið flutt til Íslands. Í
Íslendingasögunum kemur fram að hesturinn var veldistákn
höfðingja en þar er einnig sagt frá hestavígum
og trúarhefð er tengist hestum.
Uppruni
íslenska hestsins
Íslenski
hesturinn kom til landsins með landnámsmönnunum
í kringum 900 þ.e. fyrir u.þ.b. 1100 árum
síðan. Landnámsmennirnir tóku með sér
hross frá heimabyggð sinni og hesturinn okkar er kominn
af þeim stofni, Nordlandhestinum, sem til var í Noregi
á víkingatímanum. Sjá nánar
vefnum History
horse of the vikings.
Talið
er að fyrstu hross á landinu hafi verið úrval
gæðinga, því landnámsmenn hafa vafalaust
tekið það besta með sér. Sumir landnámsmenn
höfðu viðkomu á Skotlandi áður en
þeir komu til Íslands og þar blönduðust
hestarnir við skoska hesta. Þótt ótrúlegt
megi virðast þá hefur ekkert verið flutt af
hestum til Íslands frá 11 öld. Íslenska
hrossakynið hefur því ræktast og þróast
án blöndunar við önnur kyn í 1000 ár.
Ef
við förum lengra aftur í tímann og rekjum
uppruna norska stofnsins þá kemur í ljós
að hann er komin af hestakyni frá Asíu sem kallast
Mongólahests og er fjarskyldur Arabíska hestinum.
Íslenski hesturinn er fremur smár og aðeins þess
vegna er hann stundum talinn til smáhesta. Öll önnur
atriði greina hann frá smáhestum og má
þá nefna getu hans og þol. Þúsund
ára einangrun íslenska hestsins hefur orðið
til þess að hann hefur haldið ýmsum þeim
eiginleikum sem týndust hjá öðrum evrópskum
hestakynjum. Meðal þeirra eru gangtegundirnar
fimm og fjölbreytni í litum.
Fyrir utan fjölhæfni í gangi og fjölbreytni
í litum eru einnkenni íslenska hestsins að hann
er óvenju sterkbyggður, heilsuhraustur, þrautseigur
og veðurþolinn. Hann er einnig mjög fjölhæfur,
gerir litlar kröfur til fóðurs og húsaskjóls,
nær háum aldri og hefur mjög einstaklingsbundin
persónuleika.
Íslenski
hesturinn til forna
Landnámsmennirnir
fluttu ekki einungis með sér hestinn heldur trúarhefðina
sem fylgdi honum. Í norrænum fornsögum kemur víða
fram að menn lögðu mikla rækt við hesta,
hann var heilagt dýr, frjósemistákn og verndari
skáldskapar í norrænni goðafræði.
Guðirnir áttu hesta sem voru afbragð og nægir
að nefna Sleipni reiðskjóta hins æðsta,
Óðins, sem var svo fótfrár að hann
hafði átta fætur.
Hestum
var gert hátt undir höfði í heiðni og
fórnað í blótum. Það var bæði
gert til blessunar fólksins sem blótið sóttu
og eflingar goða sem risu upp frá dauðum eftir blótið.
Eftir að
kristni var lögtekin á 10. öld var bannað að
borða hrossakjöt, það var talið ganga glæpi
næst að leggja sér það til munns. Margir
dóu heldur úr hungri en gera slíka ógæfu
því að hver sem það gerði fór
vægðarlaust til helvítis. Þó voru
einstaka fátæklingar sem notuðu það til
matar og hirtu ekki um hjátrúna en þeir voru
oft fyrirlitnir fyrir vikið og kallaðir hrossaketsætur
og var hið mesta skammyrði. Það var líka
talað um hrossaketslykt af slíku fólki og menn
trúðu því að það yrði
veiklulegra og skammlífara en aðrir.
Í
Íslendingasögunum er víða rætt um hesta.
Margar frásagnir eru af glæsilegum hestum höfðingja,
hann var veldistákn sem oftar en ekki fylgdi með í
gröfina altygjaður. Hestar voru taldir meðal
veglegustu gjafa og er þess víða getið að
íslenskir gæðingar hafi verið sendir frá
Íslandi til Noregs og annarra landa sem gjafir til konunga
og fleiri fyrirmanna. Samkvæmt elstu lögbók Íslands,
Grágás, var skógargangssök að stela
hesti þ.e.a.s. algeran brottrekstur úr mannlegu samfélagi.
Í
Íslendingasögunum eru einnig frásagnir af hestavígum
eða svokölluðu hestaati. Þar sem hestar
ganga saman úti er vararsamt að hafa tvo graðhesta
saman í stóði vegna baráttu þeirra
um hylli stóðmera. Forfeður okkar sviðsettu þessa
baráttu, létu tvo stóðhesta etja kapp saman
samkvæmt ákveðnum reglum og höfðu mikla
skemmtun af. Oftast lauk hestavígum með því
að annar hesturinn lést í átökunum
eða var mikið særður. Sá sem bar sigur
úr bítum fékk mikla sæmd fyrir vikið
en sæmd og virðing skipti stórum í samfélagi
þess tíma.
|