xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

        Hesturinn
   Skjúkdómar í hestum
 
Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með hestinum sínum, hirða hann og fóðra, hvort sem hann er á húsi eða úti í haga, sumar og vetur - allt árið.
Hestar geta orðið veikir eins og við og verður hér getið helstu sjúkdóma.  Hér verður fjallað um heymæði, hrossasótt, helti, múkk, sinaskeiðabólgu, hófsperru, hófvandamál og spatt.

Stóð í haga að hausti. Mynd: SólviegHeymæði
Hestar geta fengið lungnabólgu. Oft kemur hún í kjölfar ofkælingar og lungnakvefs. Það sama má segja um sjúkdóminn; heymæði. Þetta var fremur algengur sjúkdómur í reiðhestum og brúkunarhestum en er of algengur í hestum nú af rangri meðferð í köldum veðrum. Hestar kvefast oft á haustin ef þeim er af vangá sleppt heitum og svitarökum í kaldar haustnætur. Heyryk og hússtækja verka síðan þannig á kvefið að úr verður oft ólæknandi sjúkdómur.
Aðaleinkenni heymæðinnar er andarteppa og hósti. Oftast ber lítið sem ekkert á heymæði á sumrin. Besta ráðið gegn heymæði er að fyrirbyggja að hestar kvefist. Alls ekki sleppa hestum heitum út í köld veður. Ekki gefa sveittum og heitum hesti kalt vatn að drekka fyrr en hann hefur þornað og orðinn afmóður. Til að halda heymæði í skefjum er hægt að gefa hestum hey sem hefur legið í bleyti og hafa þá í loftgóðum húsum.

Hrossasótt
Hrossasótt er samnafn sjúkdóma í kviðarholi hrossa. Yfirleitt er orsökin truflanir í meltingarvegi, magaoffylli, stífla, vind- eða krampakveisa eða garnaflækja. Orsakir hrossasóttar má oftast rekja til snöggra breytinga á fóðrun og fóðri, t.d. þegar hestar eru teknir á hús fyrri hluta vetrar.
Hrossasótt er mjög bráður sjúkdómur. Hesturinn hættir skyndilega að éta, verður órólegur, slær til taglinu, krafsar með framfótum, slær afturfótum fram undir kvið, stjáklar um, leggst og stendur á víxl og sýnir almennt öll merki um vansæld og vanlíðan.
Við miklar kvalir getur slegið út svita á hestinum og hann fleygir sér niður og veltir sér sitt á hvað. Á miklu ríður að ná til dýralæknis sem fyrst. Ef maður kemur að hesti sem liggur en hefur einkenni hrossasóttar skal reka hann strax á fætur og reyna að láta hann hreyfa sig (gott er að teyma hann upp og niður brekku). Batamerki er þegar loft og tað fer að ganga aftur af hestinum. Þar til læknishjálp berst skal þess gætt að hesturinn skaði sig ekki í verstu verkjaflogunum.  Meira.

Helti
Ýmis konar helti getur orðið í hestum. Má t.d. nefna sinaskeiðabólgu, hófsperru, mar í hóf, spatt eða máttleysi í vöðvum eða stirðleika í liðamótum. Einnig getur steinn sem festist milli hæls og skeifu valdið snöggri helti en lagast fljótt ef þess er gætt að taka steininn fljótt í burtu.

Múkk
Múkk er bólga og útbrot sem kemur oft í kjúkubætur á hestum á því tímabili sem hárskipti fara fram (hárlos á vetrum). Þetta er ekki hættulegur sjúkdómur en getur orðið erfiður viðureignar og veldur oft helti. Múkk lýsir sér sem hrúður af útferð úr bólginni húðinni og svo myndast oft djúp og viðkvæm sár. Ef hestur er með múkk skal sápuþvo sárið vel, leysa hrúðrið upp og þegar húðin er orðin þurr skal nudda vel inní hana múkkáburði eða öðrum súlfaáburði.

Sinaskeiðabólga
Hesturinn fær stífar framfótahreyfingar, einkenni finnst ef strokið er niður eftir leggnum aftan á fætinum þá eru sinarnar fastar við legginn svo til. Sinaslíður eiga að vera laus frá leggnum. Hesturinn verður að fá algera hvíld og standa á mjúku með framfætur. Hægt er að fá áburð til lækninga og gott er að setja kalda bakstra á sinarnar. (Teyma hestinn út í læk og láta hann standa þar í svolítinn tíma, 5-10 mín og bera síðan á áburð).

Hófsperra
Hesturinn er stífur í hreyfingum, getur komið af eitrun eða of miklu kraftfóðri. Hesturinn fær oft hita með. Lækning er svipuð og með sinaskeiðabólgu en einnig gefur dýralæknir meðul og ráð.

Mar í hóf
Getur komið af steini, föstum í hóf eða höggi á hófinn. Hesturinn verður að fá algera hvíld og einnig má nota gúmmíbotna til að hlífa hófbotni.

Stig í hóf eða hófhvarf
Kemur oft á veturna þegar hestar eru skaflajárnaðir. Þeir geta stigið sig sjálfir sérstaklega ungir folar óvanir járnum, og einnig er hætta á stigi ef margir hestar eru úti saman í leik. Stig þarf oftast að tálga upp af manni sem kunnáttu hefur til þess og bera svo smyrsl og annað í sárið. Tjöru mun vera algengt að nota yst. Hesturinn þarf oftast skamma hvíld eftir því hvort stigið er mikið eða hesturinn haltur. Sprunga getur myndast af stigi og þarf að fylgjast vel með því.

Spatt
Hækilspatt þekkist á því að hesturinn verður haltur í upphafi hreyfingar. Spatt getur komið af of mikilli áreynslu eða meiðslum t.d. höggi á liðinn. Spatt er kalkmyndun í brjóskskemmdinni og beinhnúturinn sem þá myndast veldur sársaukanum og heltinni. Spatthnúturinn finnst vanalega innan á hækilliðnum. Lækning við spatti er uppskurður með mikilli þjálfun hestsins á eftir.

Sjá einnig greinar um holdshnjúska og hitasótt.


xxHHestsævinxxLíkamixxSjúkdómarxxGangtegundirxxHestalitirxxHestanöfn