xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

        Hestamennska

   Tamning

 

Hesturinn man best það sem er endurtekið oft og á sama hátt, á þessu byggir tamning.  Hesturinn er eins og menn hann man best slæmu hlutina, s.s. óhöpp og slys í tamningu.  Því er nauðsynlegt að komast hjá slíku.  Hegning er varasöm nema hún komi í beinu framhaldi af því sem hesturinn gerði rangt.  Nauðsynlegt er að fara rétt að því annars getur hesturinn orðið hræddur og ófús til samvinnu.

Frumtamning
Frumtamning er mjög vandasamt verk og ekki á færi byrjenda í hestamennsku.  Mistök sem verða í tamningu er ekki hægt að þurrka burt, kannski dempa og fela, en hesturinn man best slæmu hlutina.

Enginn ætti að taka að sér frumtamningu, nema hann hafi þolinmæði og mikla reynslu af hestum.  Tamningamaðurinn Pétur Behrens hefur bent á að 60% tamninga séu undir meðallagi og að 20% hrossa séu stórskemmd eftir frumtamningu (4. tölublaði Eiðfaxa 2001).

Frumtamningin skiptist í tvö þrep, þ.e. undirbúningur og þjálfun í reið.  Til eru ýmsar æfingar til að undirbúa hestinn s.s. teyming á hesti, vinna í hendi og taumhringur.
Æskilegt er að gera trippi vön umgengni við manninn strax, en varast ber að gera þau frek með kjassi og/eða brauðáti.

Venjulega er byrjað að temja trippið 4 vetra gamalt.  Tamningin er þolinmæðisverk og krefst sérþekkingar.  Hesturinn er í eðli sínu flóttadýr og reynir að hlaupa í burtu ef hann verður hræddur eða finnur til sársauka.  Ef hestinum líður vel er hann bæði hlýðinn og námfús.


Það sem einkum skiptir máli við tamningu er:

 • Taka verður tillit til sálarlífs hestsins,
 • ábendingar eiga að vera ótvíræðar og skýrar, stuttar og líkjast frekar merkingum,
 • sýna umburðarlyndi og þolinmæði, sérstaklega ef hesturinn er lengi að koma til. Knapinn verður samt alltaf að vera ákveðinn,
 • aðeins skal krefjast þess af hestinum sem maður er viss um að hann geti valdið,
 • finna milliveg á milli endurtekninga og tilbreytingar. Of mikil nýbreytni ruglar hestinn í ríminu og tefur fyrir tamningu, en of mikil endurtekning gerir hann leiðan,
 • mikilvægast er að trippi læri að treysta manninum og hlýði honum.

  Eftir frumtamningu eru gerðar eftirfarandi kröfur til hestsins:
 • að hann sé rólegur í umgengni,
 • beri virðingu fyrir manninum og treysti honum,
 • bregðist fljótt við ábendingum og sé öruggur einnig utan vegar,
 • fari í góðu jafnvægi á öllum gangi, einn sér og í samreið.

Fjöldinn allur af reiðkennurum um allt land býður fólki reiðkennslu ýmiss konar.
Íslenski reiðskólinn býður upp á frumtamningar- og endurhæfingarnámskeið.   Á vefsíðu hans er að finna lýsingu á námskeiðunum.

Sjá nánar um tamningar í bókinni Að temja Manni og hesti bent, eftir Pétur Behrens (Eiðfaxi, 1981).  Einnig er að finna yfirlit yfir bækur á vef Bókasafns Hafnarfjarðar.


 KnapinnxxReiðtygixxTamningxxÞjálfunxxFerðalög xUmhirða