xxx xxxxx


    Uppruni
   Til Íslands
   Þarfasti þjónninn


   Hestsævin
   Líkami
   Sjúkdómar
   Gangtegundir
   Hestalitir
   Hestanöfn


   Knapinn
   Reiðtygi
   Tamning
   Þjálfun
   Ferðalög
   Umhirða


   Upphafssíða

  
Um vefinn
   Bækur og vefir
   Vísur, sögur og fl.
   Verkefni

  © Herdís Brynjólfsd.
  © Björn Sigurðsson

  Síðast uppfært
   
15.06.2001

        Hestamennska
   Umhirða
 

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem fylgir því að eiga og hugsa um hest.  Hér verður fjallað stuttlega um kembingu, járnun og hesthús.  Gamalt spakmæli segir:  Góð hirða er hálf gjöf.  

Samspil manns og hest getur verið mjög náið.  Best er að ná góðu sambandi við hestinn s.s. með því að tala við hann, þ.e. beita röddinni, strjúka hestinum eftir reiðtúra (gefa honum smá nudd), kemba honum og einstaka sinnum gefa honum brauð.  Einnig ættu allir hestamenn að leitast við að skilja hestinn og setja sig inn í eðlileg viðbrögð hans.

Kambur og bursti. Mynd: Herdís Br.Að kemba hesti
Nauðsynlegt er að kemba hestinum vel.  Þegar kembt er, hreinsum við laus hár sem hestinn klæjar undan.  Húðin fær þannig hæfilega ertingu, sem styrkir blóðrásina.   Þegar hestinum er kembt athugum við heilsuástand hans og sjáum hvort hann er sár á einhverjum stað.  Þegar kembt er spekist hesturinn og hann fer að treysta manninum.  Rétt er að athuga að fara varlega í nárann, sérstaklega þegar um kvumpna hesta er að ræða, því eins og fólki, þá kitlar hesta þar.  

Gott er að setja ábreiðu á hestinn þegar hann kemur sveittur inn.  Gólfkuldi og dragsúgur er hættulegur heilsu hesta.  Hitastig þarf að vera sem jafnast í hesthúsinu, 6 - 12°C, ekki hærra svo hesturinn verði ekki þvalur í hárafari.

Skeifur - járningar
Nauðsynlegt er að hafa reglulegt eftirlit með ástandi hófa hestsins.  Það þarf að fylgjast með því að hófar haldist nægilega rakir og gæta þarf hreinlætis til að koma í veg fyrir hófrot og múkk.

Skeifur, skaflar og flatskeifa + hóffjöður. Mynd: Herdís Br.Hestinn þarf að járna reglulega meðan hann er notaður.  Áður, meðan hross lifðu frjáls, slitu þau hófunum eðlilega með hreyfingunni. En í dag slíta hrossin hófum oftast of lítið í högum, en of mikið í reið og er því nauðsynlegt að tálga hófana til að stytta þá og járna þá til að hlífa þeim við of miklu sliti.

Járna skal reglulega á u.þ.b. átta vikna fresti.  Þá er miðað við slit, hófvöxt og réttleika fóta.  Við járningu þarf að taka tillit til væntanlegrar notkunar hestsins og eru ýmsar aðferðir notaðar til að "hjálpa" hestinum með gangtegundir, eftir því hvort hann er klárgengur eða skeiðlaginn.  Forðast ber að tálga/raspa hófinn að óþörfu, hlífa hófbotni og hóftungu, og skeifustæðið á að vera algjörlega slétt.  Ókostir við járningu er m.a. að ekki er um jafnt slit að ræða, heldur snögga breytingu við hverja járningu.Hestur járnaður í hestaferð.

Skeifur geta týnst og járning er fastur kostnaðarliður við hestahald.  Velja þarf skeifu af hæfilegri stærð og berja hana til svo hún passi við hófinn.  Skeifur eru valdar með sköflum þegar járnað er fyrir veturinn og stundum eru notaðar broddfjaðrir, sérstaklega ef riðið er á ís. En á sumrin er járnað með sléttum skeifum.  Framfótaskeifur geta verið þyngri (t.d. 10 mm skeifur).  Þá er verið að þyngja hestinn að framan og er það stundum þægilegt fyrir skeiðlagna hesta, þá eiga þeir auðveldara með brokk og tölt.

Hesthús
Misjafnt er hvenær hestar eru teknir á hús eftir haustbeit, en flestir gefa hestum sínum nokkura vikna frí að haustinu eða jafnvel í nokkra mánuðu.  Til að hesthús sé gott þarf að hafa góða bása eða stíur, loftræstingu, næga birtu og gerði fyrir utan svo að hestarnir geti hreyft sig frjálst.

Hestar á húsi. Mynd: SólveigSkilyrði fyrir hesta sem eru á húsi, er að þeir fái hreyfingu daglega (sé t.d. sleppt út í gerði), gjöf reglulega á ákveðnum tímum (2 - 3 sinnum á dag) og brynningu.  Þá er einnig nauðsynlegt að moka reglulega undan þeim og sjá til að almennt hreinlæti sé í góðu lagi, svo og að þeim sé kemmt og hófar hirtir.  Æskilegt er að í hesthúsinu sé vel loftræst og rakalaus reiðtygjageymsla.

Hesturinn er hópdýr og því ætti ekki að hafa hesta t.d. eina á húsi, síst í ókunnu umhverfi.

Nauðsynlegt er að gefa öllum hrossum ormalyf.  Ormalyf þarf að gefa hestum þegar þeir eru teknir á hús, en einnig er gott að gefa ormalyf þegar hestur er settur í haustbeit.

Sjá einnig „Bæn hestsins“.


 KnapinnxxReiðtygixxTamningxxÞjálfunxxFerðalög xUmhirða