33.39.04.013 Vettvangsnám (2,5)

Umsjón:      Dr. Sólveig Jakobsdóttir dósent.
Nemandi:    Herdís K Brynjólfsdóttir.

Skýrsla vegna vettvangsnáms:

Vinnustađur:        Grunnskólar í Ţýskalandi, (í nágrenni Hamborgar), einkum; Grundschule Wohltorf.

Vinnutími:            4 vikur,-  13.  mars – 6. apríl 2001.

Verklýsing:            Ég kynnti mér skólastarf í grunnskólum í Ţýskalandi, og lagđi ađaláhersluna á tölvunotkun. Samanboriđ viđ grunnskólanám á Íslandi.

Ekki var um launað starf að ræða.

Ađalávinningur minn af verunni í Grundschule Wohltorf  fyrir utan ţýskunám, eru tengsl viđ kennara. Höfum viđ hugsađ okkur samstarf í 4. bekk í tengslum viđ m.a. “kid-link”.  Munum viđ einnig notast viđ “Netmeeting” og MSN-messenger.

Ţessi skóli var ekki međ nettengingu ţegar ég kom, en á 3ja ára áćtlun svćđisins er ađ nettengja alla skóla.  Ekkert tölvuver var í skólanum, en í hverri stofu voru 2 – 3 gamlar tölvur, sem annađ hvort voru gjafir frá kennurum eđa foreldrum, ţegar ţeir fengu sér nýja tölvu heima.  Ţetta voru ađ sjálfsögđu oftast svo úreltar vélar ađ ţćr keyrđu ekki nýjustu kennsluforritin, eđa tóku óendanlega langan tíma ađ vinna.

Áður en ég fór var skólastrjórinn búinn að panta 2 nýjar tölvur fyrir skólann og ISDN tengingu.

Samkvćmt áreiđanlegum heimildum er áćtlađ ađ “tölvukerfiđ” hjá ţeim fari í gang 6. júlí. Til gamans má geta ţess ađ í  skólanum var mikiđ talađ um ađ gesturinn f´rá Íslandi hefđi haft ţau áhrif ađ ráđist var í ţessar framkvćmdir á ţessum tíma.!

Góđur agi í öllum ţeim skólum sem ég kom í,  vakti athygli mína. Ég tók eftir ađ kennarar nota mikiđ leiki í kennslu međ góđum árangri og hef ég hugsađ mér ađ skođa ţau mál betur.

Á þessu svæði í Þýskandi er ekki lögð mikil áhersla á tölvunám, fyrr en nemendur eru komnir upp úr 4. bekk.

Ţó er töluvert unniđ međ upplýsingaöflun af Netinu, hjá ţeim yngri, en ţađ verđa nemendur ađ gera heima. Heimanám er heilmikiđ hjá ţeim og sýndist mér flestir nemendur reyna ađ komast í tölvu, ţótt hún vćri ekki á heimilinu.
Öll börn sem ég talađi viđ höfđu kynnst tölvum eitthvađ.

Ađrar hugleiđingar:

Hér kemur lýsing athugunum mínum á grunnskólakerfinu í Ţýskalandi.

Grundschule Wohltorf

1.       bekkur:          20 kennslustundir á viku
2.     bekkur:          20               “
3.     bekkur:          22               “
4.     bekkur:          24               “

Starfsmenn:      Skólastjóri        (18 tíma kennsluskylda)
                        7 kennarar        (28 tíma kennsluskylda)
                         Ritari vinnur 2 – 3 stundir á viku
                         Húsvörđur (alltmuligmann) sér um allt úti og inni
                         2 rćstitćknar, koma eftir skóla

Húsnæði: 8 kennslustofur, kennarastofa, skrifstofa fyrir skólastjóra og skrifstofa fyrir ritara.

Húsvörður hefur sérstaka aðstöðu. Hann sér um allt viðhald, garðinn og blómin úti og inni. Í skólanum er ţokkalegt miđrými, sem býđur upp á ađstöđu fyrir hópvinnu. Ţar eru stađsettar 2 tölvur.Geymsla er fyrir bćkur og tćki og ţar er ljósritinn.Geymsla er fyrir eđlisfrćđidót og teikni-/föndurvinnu, (geymsla f. allt mögulegt)Vinnuađstađa fyrir kennara er ekki til. Skólinn er ekki tengdur viđ Internet. Á skrifstofu ritara er tölva, hún skrifar bréf og sér um ýmsa pappírsvinnu. Kennarar útbúa sín verkefni og undirbúa sig heima. Ţeir verđa ađ útvega sér sínar tölvur sjálfir ef ţeir ćtla ađ tölvuvinna verkefni / próf.Í flestum kennslustofum eru tölvur 1-3 og prentari. Ţađ eru gamlar tölvur frá kennurunum sjálfum eđa frá foreldrum.Í umrćđunni er ađ tölvuvćđa skólann (1 –2 tölvur fyrir starfsmenn) og fá Internettengingu (ISDN). Í skólanum er faxtćki.Viđ skólann er nýlegt íţróttahús, ca 15 ára. Engin sundlaug. Ţađ er ekki skylda ađ lćra sund. Flestir foreldrar sjá um ađ koma börnum sínum á sundnámskeiđ. Ţađ er ekki dýrt.Íţróttatíminn er 45 mín og er 2var í viku. Strákar og stelpur eru saman.Ekki ţarf ađ fara í sturtu eftir leikfimi (enginn tími).

..Skólastigiđ skiptist í ţrennt:

Grundschule, 6 – 10 ára (1. – 4. bekkur).

Gymnasium; fyrir getumikla nemendur (5. - 13. bekkur).
- Skólagöngu líkur með stúdentspróf.i

Realschule; fyrir meðalnemendur, (5. - 10. bekkur).
- Gefur möguleika á framhaldsnámi
.

Hauptschule; fyrir slaka námsmenn, 5. – 9. bekkur.

- Skólaskyldan er 9 ár.

Sonderschule; fyrir mjög slaka námsmenn. Reynt er ađ hjálpa ţeim upp í getumeiri bekki. Ţarna geta nemendur veriđ allt ađ 18 – 19 ára.

Oftast er Grundschule, Realschule og Hauptschule á sama stađ, en Gymnasium er yfirleitt sér. Í sveitinni er samt algengt ađ Grundschule sé einhvers stađar sér (ţá oftast fámennir) en síđan fara nemendur í 5. bekk eftir getu og vali.

Venjulega eru skólarnir ekki mjög stórir, 500 – 800 nemenda skólar međ 50 – 60 kennurum, en yfir 1000 nemendur eru skólum í stórborgunum.

Eftir 4. bekk (Grundschule) verða nemendur í samráði við foreldra og kennara að velja í hvers konar framhaldsnám þeir ætla..

Um er ađ rćđa ţessar 3 gerđir og fer ţađ eftir getu hvert ţeim er stefnt, en stundum eftir vilja foreldranna, sem oft reyna ađ koma börnum sínum á efsta stigiđ (Gymnasium) hvort sem ţeir ráđa viđ ţađ eđa ekki. Ţeir sem fara á neđsta stigiđ (Hauptschule) hafa mjög litla möguleika á ađ halda áfram upp í háskóla.

Mjög slakir nemendur í Grundschule eru stundum sendir í Sonderschule, ţótt ţeir séu í 3. eđa 4. bekk.

Skólaskyldan hér er 9 ár. Framhaldsskólinn 4 ár og síđan tekur háskólastigiđ viđ.

Á töflunni hér fyrir neđan má átta sig betur á skiptingu skólastiganna.

Sjá töflu:

Grundschule     (1. – 4. bekkur) 

Realschule        (5. – 10. bekkur)          Möguleikar á iđnnámi eftir 10. bekk.

Hauptschule      (5. – 9. bekkur)            Ţessir bekkir eru oft í sama skólahúsnćđi

Gymnasium      (5. – 13. bekkur)            Annađ húsnćđi og hér klára nemendur skólagöngu fyrir háskólastigiđ.

Sonderschule er fyrir nemendur sem eiga í námsörđugleikum.

Skólatími:

Skólaáriđ er ekki aldursáriđ, ţannig ađ öll 6 ára börn eru ekki saman í bekk. Einungis ţau börn sem eru ORĐIN 6 ára, byrja í skólanum ađ hausti.
Skólaskyldan er 9 ár.
Skólaáriđ er frá 1. júlí – 30. júní nćsta ár.
Skólaáriđ er 40 vikur og skiptist u.ţ.b. ţannig:
2 mánuđir kennsla
2 vikur frí = haustfrí
2˝ mánuđur kennsla
2 vikur frí = jólafrí
3 mánuđir kennsla
2 vikur frí = páskafrí
2˝ mánuđur kennsla
6 vikur frí = sumarfrí

Kennslustundir á viku:
Yngri nemendur 1. – 4. bekkur fá 20 – 24 kennslustundir á viku.
Eldri fara upp í 32 kennslustundir á viku.
Hver kennslustund er 45 mínútur.

Kennaranám er 5 ára háskólanám og eftir ţađ tekur viđ 2ja ára kandidats- nám. Ţ.e. kennsla undir eftirliti leiđsagnarkennara.
Laun kennara eru „góđ“ í Ţýskalandi eđa 153% af međaltekjum og í 7. sćti kennararlauna međal OECD-ríkja, sbr. könnun sem International Herald Tribune birti nýlega yfir kennaralaun sem hlutfall af međallaunum innan hvers OEDC ríkjanna fyrir sig.

Ísland er í 24. sćti međ 82% af međaltekjum.
Heimild: (Morgunblađiđ, 16. júní 2001).
Allir kennarar sem ég talađi viđ sögđust vera ánćgđir međ launin sín, ţví ţau vćru góđ.

Skólastjórar:
Nýráđnir skólastjórar fá 2 - 5 ára reynslutíma, eftir ţann tíma er gerđ úttekt á störfum ţeirra og ţeir sem hafa um máliđ ađ segja eru:
a)     Kennarar
b)    Foreldrar
c)     Nemendur

Hver hlutur vegur jafnt og ef vel tekst til verđur skólastjórinn ráđinn áfram annađ hvort til 10 ára, eđa til frambúđar. (Misjafnt eftir héruđum).
Ef meirihluti er á móti störfum skólastjórans, fćr hann ekki endurráđningu.
(Ţetta fyrirkomulag getur auđvitađ veriđ nokkuđ ţvingandi, ţví skólastjórar reyna e.t.v. ađ ţóknast öllum međan reynslutíminn er....)

Skólastjórar fá ekki mikiđ hćrri laun en kennarar, og hafa allir töluverđa kennsluskyldu. Ţađ er taliđ nauđsynlegt svo ţeir detti ekki úr takti viđ kennsluna/kennara/nemendur. Í mjög stórum skólum eru fleiri ađstođarskólastjórar. Alltaf er sérstakur skólastjóri ţar sem Sonderschule er.

Skólastjórastöđur í litlum skólum eru ekki vinsćlar, ţví kennsluskyldan er mikil og launin svipuđ og kennaralaun.

Nánar um ađstöđu í skólum:
Enginn skóli sem ég kom í hafđi vinnuađstöđu fyrir kennara (alla vega mjög takmarkađa) og hvergi var mötuneyti, hvorki fyrir nemendur né starfsfólk.

Allir voru međ nesti.
Á kennarstofum var hægt að fá sér kaffi /te og var annað hvort sameiginlegur sjóður eða kennarar skiptust á að taka það með sér í skólann. Í minni skólunum komu kennarar frekar með kex /kökur til að hafa á kennastofunni.

Fyrir nemendur:
Ef foreldrar vinna allan daginn, verđa ţeir ađ kaupa rándýra dagvistun, oftast á Kindergarten, sem er í nágrenninu. Ţetta er vandamál fyrir ţá sem eiga mörg börn.

Athygli vakti að öll börn /kennarar koma inn á útiskóm og eru oftast í þeim allan tímann! Stundum er þó farið úr inni í skólastofunni.

Foreldrastarf:
Foreldrastarf er mikið. Foreldrar eru virkir. Mikið er lagt upp úr afmælum og fleiri viðburðum (þá kemur barnið með kökur /veislu fyrir alla í bekknum) og oftast kemur annað eða báðir foreldrar í heimsókn í skólann og eru með í 1 tíma eða svo. Ýmsar svona uppákomur eru algengar og eru foreldrar oft með í óhefðbundnu bekkjarstarfi.

Kennarar sinna foreldrastarfi mikiđ ađ heiman, en foreldradagar eru samt í skólanum í tengslum viđ annaskipti og einkunnaskil svipađ og viđ ţekkjum.
Nemandi. Mynd: Herdís Br.

Tölvukennsla:
Eins og áđur sagđi er ekki lagt upp úr tölvukennslu í skólum í Ţýskalandi fyrr en eftir 4. bekk.
Ţó ţekkist undantekning fyrir fatlađa nemendur í Sonderschule, (sérskólum).
Í 5. bekk er bara kynning á tölvum í námskeiđsformi, en eiginleg kennsla byrjar í 6. bekk. Ţá er hún kennd sem sérstakt fag í tölvustofu.
Töluverđur munur var á gćđum tölvuvera, ţau voru áberandi best í Gymnasium, enda eru ţađ menntaskólar líka.
Stefnan í menntamálum er ađ nettengja alla skóla innan 3ja ára eđa fyrir 2003. Á Íslandi er búist viđ ađ allir skólar verđi nettengdir á ţessu ári, enda eru íslenskir skólar međ ţeim netvćddari í OECD löndunum.
Heimild: (Morgunblađiđ, 16. júní 2001).

Tölvukennsla í námsgreinum er mjög misjöfn og fer eftir kennurum og þeirra tölvuþekkingu. Meðalaldur kennara er nokkuð hár (ca 45 +) og stefnir í vandamál hjá þeim.

Í Gymnasium fannst mér kennslan áberandi meira hefđbundin og fast mótuđ (gamaldags)!

Ég talađi viđ tölvukennara á unglingastigi í Hamborg. Hún sagđist ekki kenna mikiđ á Internetiđ og vefsmíđi var ekki kennd. Hún sagđi ađ krakkarnir kynnu samt flest ađ vafra um Netiđ, en hafđi ekki tölur.
Lausleg ágiskun var ađ 50% heimila hefđu Internettengingu.
Sá sem hélt utan um vefsíđu skólans var ekki kennari.
(Almennt fannst mér tölvuáhugi kennara mjög takmarkađur).

Mikiđ er til af kennsluforritum, einkum í stćrđfrćđi. En eins og áđur sagđi fer ţađ eftir kennurum hvort/hvernig ţau eru notuđ.

Endurmenntun kynnti ég mér ekki.

 

 

© Herdís K. Brynjólfsdóttir
Laugarbakkaskóla
Miđfirđi.

 

33.39.04.013 Vettvangsnám (2,5)
Umsjón: Dr. Sólveig Jakobsdóttir, dósent.
Unniđ í mars – apríl 2001.
Skýrslu skilađ á sumarönn 2001.