Litir

 

  


Svartur

Svartur er litur sorgarinnar. Svartur er helgisiðalitur á Föstudeginum langa.

Blár
Blár, er litur himisins, táknrænn fyrir himnaríki. Hann getur einnig táknað sannleikann.

Brúnn
Brúnn er litur andlegs dauða og smánar.

Grár
Grár er litur öskunnar, og er stundum notaður til að tákna iðrun. Vegna þess að grár er blanda af svörtum og hvítum þá er hann stundum notaður til að lýsa dauðleika líkamans og ódauðleika sálarinnar.

Grænn
Grænn er litur plöntulífs, auðugur á vorin. Grænn táknar sigur lífs yfir dauðanum.
Grænn er litur vaxtar og þroska.
(Sunnudagur eftir þréttanda og eftir þrenninganótt).

Fjólublár
Fjólublár er litur íhugunar og iðrunar. Hann er líka litur konungsdæmis. Fjólublár er helgisiðalitur aðventunnar og páskaföstunnar.

Rauður
Rauður er litur blóðs og er
notaður í kirkjum sem helgisiðalitur á minningardegi postula, píslarvotta og trúarhetja. Sem litur elds, þá er rauður notaður sem helgisiðalitur fyrir hvítasunnuna. Rauður er litur blóðs, elds og heilags anda.

Hvitur
Hvítur táknar hreinleika, sakleysi og heilagleika. Hvítur er helgisiðalitur fyrir jól og páska .
Hvítur og gylltur eru litir Jesú Krists, og tákna þeir gleði og hreinleika (Jól og Páskar)

Gulur
Gulur er litur sem þjónar tvöföldum tilgangi. Sem litur ljóss, þá getur gulur táknað guðdómleika. En af því að gult ljós er ekki alveg hvítt, þá getur hann líka táknað spillingu og smán.

©maí 2002 Helga Heiða Helgadóttir