Tákn


  

 

Krossinn er helgasta tákn Krists. Fangamark Krists, oft má sjá X og P sem samsvara K og R í okkar stafrófi og tákna þar af leiðandi tvo fyrstu stafina í nafni Krists. Krossinn er tákn sigurs og lífs, vonar og framtíðar, lífsins tré og lausnar. Krossinn tengir himinn og jörð láréttu armarnir og hinn lóðrétti.

Þrír krossar saman,
sá stærsti í miðju tákna krossfestinguna /föstudaginn langa.Jerúsalemkross:
Stóri krossinn táknar Krist en litlu krossarnir tákna guðspjallamennina eða höfuðáttir sem getur merkt útbreiðslu fagnaðarerindisins um allan heim. Eins getur táknið líka táknað fimm sár Krists.Fiskurinn
er elsta trúartákn kristninnar. Fiskurinn var leynitákn en kristnir menn höfðu stafi gríska orðsins fyrir skammstöfun játningarinnar Jesús Kristur Guðs Sonur Frelsarinn.

Dúfan er tákn heilags anda þá sést hún koma ofan að, ef hún ber olíuviðargrein í nefi er hún tákn friðar.

Lambið er tákn Guðssonar.


Blóm eru tákn um sköpun Guðs, sem er ný á hverjum degi. Blóm minna einnig á nálægð Guðs og samúð er oft vottuð með blómum.


Maður

(Mattheus),

Ljón

(Markús)

Uxinn


Örninn
(Jóhannes)

tákna guðspjallamennina fjóra. Maðurinn er kóróna sköpunarverksins, ljónið sterkast villtra dýra, uxinn aflmestur hinna tömdu dýra og örninn flýgur fugla hæst. Talan 4 er líka tákn heimsins.


Fangamark Jesú IHS táknar Jesú frelsari mannana.


Fiðrildið er tákn upprisunar. Lífsskeið fiðrildis táknar líf mannsins. Grasmaðkurinn táknar jarðlífið, púpan dauðann og fiðrildið sjálft er svo tákn upprisunnar og eilífa lífsins.

Heilög þrenning er táknuð á ýmsan hátt t.d. eru þrír fiskar saman sem mynda þríhyrning algengt tákn á skírnarskálum. Skátaliljan er einnig þrenningartákn og tákn frönsku konunganna. Smárinn tákn Patreks helga og Írsku þjóðarinnar

Tveir fuglar í skjóli Krists tákna sál mannsins sem finnur athvarf og hjálp hjá Kristi.

Hringur
táknar eilífðina.

Ösp skv. helgisögninni var krossinn smíðaður úr ösp, þess vegna titra lauf asparinnar án afláts.

Drekinn er tákn eyðingar upplausnar og dauða.

Jólatré er lífsins tré í Paradís.

Öskudagur: kirkjugestir voru signdir með ösku sem er merki iðrunar.

Spenna greipar í bæn: þumlarnir mynda kross sem er tákn þess að líkami og sál séu saman í bæn.


©maí 2002 Helga Heiða Helgadóttir