Tölur


 

 


 

 Einn

Talan einn er tala einstakleika eða sameiningu. Guð leggur áherslu á að Hann sé eini guðinn sem þekkir í sundur sanna tilbeiðslu frá fjölgyðistilbeiðslu heiðingja. Jesús bað þess að allir kristnir gætu verið sameinaðir sem einn alveg eins og hann og Faðirinn eru eitt.


Tveir

Talan tveir er oft notuð til að tákna efnið og andann.


Þrír

Talan þrír er oftast notuð sem tala þrenningarinnar - Faðirinn, sonurinn og heilagur andi.


Fjórir

Fjórir er talan sem er yfirleitt notuð til að tákna guðspjallamennina fjóra. Talan getur líka verið notuð til að tákna fjögur horn jarðarinnar eða árstíðarnar fjórar.


Fimm

Fimm er táknræn tala fyrir sárin sem Jesús Kristur fékk á krossinum. Með afleiðslu, þá er fimm tala fórnar.


Sex

Sex er tala sköpunar og röð sköpunarverksins af þvi Guð skapaði heiminn á sex dögum. Sex er stundum notuð sem tala ófullkomleika, af því hún kemur á undan sjö, sem er tala fullkomnunar.


Sjö

Sjö er tala fullkomnunar og hvíldar. Talan sjö birtist mörgum sinnum í ritningunni. Guð hvíldi sig frá sköpunarverkinu á sjöunda degi. Jesús talaði um sjö "orð" af krossinum. Það eru sjö innsigli á bók lífsins, og sjö kirkjur skráðar í opinberuninni.


Átta

Talan átta táknar endurfæðingu eða upprisu.


Níu

Níu er tala leyndardóma eða tala englanna því að Biblían minnist á níu söngflokka af englum.


Tíu

Tíu er tala Boðorðanna tíu, Pláganna tíu osfrv. og svo er hún líka notuð sem tala fullkomnunar.


Tólf

Tólf er tala ættflokka Íraels og tala postulanna. Hún er oft notuð til að tákna kirkjuna.


Fjörtíu

Fjörtíu er oft notuð til að tákna eldraun eða prófstein. Syndaflóðið varði í fjörtíu daga og nætur. Ísraelsþjóð reikaði um í útleigð í fjörtíu ár. Móse hélt kyrru fyrir á Sinai-fjalli í fjörtíu daga. Eftir skírnina, var Jesú leiddur af andanum út í óbyggðina, til þess að hans yrði freistað. Þar var hann í 40 daga og 40 nætur.

Eitt hundrað

Sem tíu sinnum tíu, þá er eitt hundrað tala fullkomnunar eða allsnægta.


Eitt þúsund

Eitt þúsund er oft notað til að tákna óteljanlega stóra tölu eða eilífð.