
Risaeðla
er dýr sem var uppi fyrir mörgum milljónum ára,
á tímabili sem hét miðlífsöld.
Fyrstu dýrin á jörðinni voru fiskar, en þeir
tóku upp á því að brölta upp
á þurrt land og venja sig við að anda. Fiskarnir
breyttust svo, á löngum tíma í annars
konar dýr sem verptu eggjum í vatni. Eggin voru ekki
með skurn og ungarnir sem komu úr eggjunum voru eins
og halakörtur. En halakörtur byrja líf sitt í
vatni og þegar þær eru orðnar fullorðnar
þá lifa þær á landi og anda með
lungum.

Þróunin hélt áfram og loks kom fram nýr
flokkur dýra sem verptu eggjum á landi og þessi
egg voru með harða skurn. Þessi dýr vor skriðdýr,
en þau heita skriðdýr vegna þess hvernig
þau hreyfa sig. Skriðdýr voru slöngur og eðlur,
en það voru líka til önnur og miklu stærri
skriðdýr en það voru "eðlurnar hræðilegu"
eða risaeðlurnar.

Fyrsta risaeðlan kom fram fyrir um 230 milljónum ára,
það var lítil risaeðla, kolluð áreðlan,
(Epraptor), afkomandi allstórra skirðdýra sem
einkenndu fyrri hluta Tríastímabilsins. En svo fjölgaði
þeim hratt því heimurinn samanstóð
af einu meginlandi, Pangeu.
Risaeðlur
voru ekki allar risastórar en minnstu eðlurnar (Compsognathus)
voru svipaðar að stærð og kjúklingur. Stærsta
eðlan var meira en 30 m á breidd og 15 m löng. Risaeðlurnar
voru mismunandi í útliti. Þær voru með
hreisturhúð eins og krókodílar og flestar
höfðu hala og höfuð eins og nútímaeðlur.
Fætur þeirra eru kröftugar og á tánum
voru sterkar klær sem þær gátu notað
sem vopn.
Sumar voru með langar fætur og langan háls ( sýna
mismunandi myndir)
Útlitið var mismunandi og það fór eftir
því hvað þær borðuðu.