Risaeðluvefur
Hvað er risaeðla
Risaeðlur og afkvæmi þeirra

 

 

Hvar áttu þær heima?

Þegar risaeðlurnar lifðu þá voru heimsálfurnar fastar í eitt meginland sem hét Pangea. Á þeim 165 milljónum ára sem risaeðlurnar lifðu, þá klofnaði Pangea smátt og smátt í sundur. En vegna þeirra iðustrauma í jarðmöttlinum tók Pangea að klofna í sundur á tríastímabilinu fyrir um 200 milljónum ára.

Tvö stór meginlönd , Laurasía og Gondwana mynduðust þegar Norður-Ameríka klofnaði frá Suður-Ameríku.

Þá klofnaði Gondwana og Indland og Ástralía og Suðurskautslandið aðskildust frá Suður - Ameríku - Afríku.
Á júra- og krítartímabilunum þrengdi hafið sér á milli Suður - og Norður-Ameríku og Afríku og Evrasíu , nýr sjávarbotn varð til samfara því að Atlantshafið myndaðist. Á síðari hluta krítartímabilsins var heimsmyndin orðin mun líkari því sem er í dag.

Jörðin er enn að færast í sundur. Eldgos, jarðskjálftar, ris fjalla og sífelld breyting á yfirborði sjávar gera það að verkum að jarðskorpan er á hreyfingu.

Steingervingar risaeðla hafa því fundist út um allan heim, m.a. í löndum eins og Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu, Afríku og Kína.