Hvernig
litu þær út?
Það
er ekki vitað hvernig riseðlur voru á litinn, því
það er ekki hægt að sjá það
á steingervingum þeirra. Steingervingafræðingar
halda að sumar risaeðlurnar hafi verið ljósar
að lit undir búknum svo ekki væri eins mikill skuggi
af þeim. Þetta hefur líklega verndað þær
að einhverju leyti. Eins voru sumar þeirra með litamynstur
sem líktist gróðri svo að þær
sæjust ekki svo auðveldlega. Þær eðlur
sem þurftu ekki að passa sig gagnvart rándýrum
eða öðrum risaeðlum voru mun litríkari.
Ástæða þess að þær voru svona
litríkar var til að aðvara rándýr og
til þess að auðvelda sér leit að maka.
Risaeðlur
gengu annað hvort á tveimur
eða á fjórum fótum.
Sumar höfðu þykka húð og sumar frumstæðar
fjaðrir. Sumar
höfðu horn, kamb eða segl.
Útlit risaeðlanna ákvarðaðist nokkuð
af því hvað þær borðuðu, hvort
þær voru jurtaætur eða kjötætur.
Jurtaætur voru með stuttar og flatar tennur, en kjötætur
langar, bognar og beittar tennur sem gerðu eðlunni fært
að halda bráðinni sinni fastri. Eins voru þær
með stóra kló eða klær til að drepa
eða halda bráðinni fastri.
Sumar voru með beingadda eins og Gaddeðlan, til að verjast
óvinum. En beingaddarnir voru bara á bakinu þannig
að ef náði þeim á bakið þá
gat hann ráðist á magann á þeim sem
var óvarinn.
Plöntuæturnar voru með langan háls til að
teygja sig í trén til að borða.
Kjötæturnar höfðu sterkari fætur en plöntuætur
þannig að þær gátu hlaupið hraðar.
Kjötæturnar voru ekki alltaf stórar því
til voru smávaxnar kjötætur. Þær gátu
veitt bráð með því að veiða
saman í hópum. Þá sá ein eðlan
um það að þreyta bráðina og svo gerðu
hinar árás. Þetta krafðist að þær
þurftu að hafa hæfileika til samskipta og samvinnu.