Risaeðluvefur
Hvað er risaeðla
Risaeðlur og afkvæmi þeirra

 

 

Hvernig voru afkvæmi risaeðla?

Risaeðlur verptu eggjum og mamman hugsaði vel um þau. Eggin voru ekkert rosalega stór þó svo að unginn ætti eftir að verða stór.
Eggin voru með litlum götum, þannig að hreint loft gat streymt inn og eitrað loft út. Unginn borðaði innan úr skurninni eftir því sem hann þroskaðist. Þegar skurnin var orðin nægilega þunn og hann orðinn nógu stór (búinn að borða svo mikið) þá var hann tilbúinn að skríða út úr egginu. Ungarnir gátu svo gengið um leið og þeir skriðu úr eggjunum. Einhverjar risaeðlurmömmur hugsuðu um börnin sín. Myndin hér að neðan er af risaeðlumömmu að fóðra ungana sína.


© John Sibbick

Myndin er tekin af vefsíðu sem segir frá steingervingafundi þar sem fundust bein af risaeðlumömmu upp við 20 egg. Eggjunum var raðað í hring og mamman var að gæta þeirra þegar skall á eyðimerkurstormur og risaeðlumamman dó.