Reikistjörnur
Heim | Kynning | Jörðin | Sólin | Tunglið | Sólkerfið | Verkefni | Krækjur

Reikistjörnur draga nafn sitt af flökkuhegðun sinni eins og íslenska heitið sýnir. Á erlendum málum heita þær "Plánetur" sem á grísku þýðir flakkarar.

Reikistjörnurnar eru níu, og eru taldar í réttri röð frá sólinni: Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó.Talið er að þegar pláneturnar voru að myndast þá urðu pláneturnar sem voru næst sólinni svo heitar að léttar gastegundir eins og vetni og helín hafi ekki tollað við þær. Þannig að eftir urðu efnin málmur og grjót og eru pláneturnar Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars allar úr þeim efnum.

Pláneturnar Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó urðu til lengra frá sólu og því toldu gastegundirnar við þær. Reyndar svo vel að þær allar nema Plútó, eru kallaðar gasrisarnir!

Á milli Mars og Júpiters mynduðust smástirni úr litlum efniskekkjum, sem eru eins og
belti á milli plánetanna og er þetta belti kallað smástirnabeltið.