Krækjur
Heim | Kynning | Jörð | Sólin | Tunglið | Sólkerfið | Verkefni | Krækjur

Þetta er vefsíða sem býður upp á tilraunir sem
börn og foreldrar geta gert heima. Tilraunirnar
eru mjög vel útskýrðar og það er mjög þægilegt
að nota vefsíðuna. Á síðunni eru tilraunir sem
ganga út á það að finna út stærð og fjarlægð
milli pláneta, hvar sólin er á mismunandi tímum
dags, skuggatilraun, röðun reikistjarnanna ofl.


Awesomelibrary


Hér er í boði mjög stór gagnagrunnur
um hitt og þetta. Hér er efni fyrir alla konur og kalla:-)
Flokkarnir eru margir og innan þeirra er auðveldlega hægt að týnast í ýmis konar fróðleik á mörg þúsund vefsíðum.
Vísindaflokkurinn er mjög spennandi og skemmtilegur.


Nasakids


Á þessum vef er hafsjór af fróðleik enda er
vefurinn unninn af Nasa. Hér fá börn að
spreyta sig sjálf með ýmis konar verkefnum
og innleggjum. En börnum gefst kostur á að
senda inn sögur, teikningar og verkefni. Eins
geta þau skráð sig í sérstakan NasaKids klúbb,
en þeir sem eru í honum komast inná lokað
svæði með enn meira efni.
Þeir hjá NasaKids hugsa ekki bara um börnin því hér geta kennarar náð sér í efni og nákvæmar kennsluleiðbeiningar um eldflaugar, þyngdarlögmálið og ýmis konar geimvísindi.
Vefurinn er hrein snilld!


Views of the Solar System


Þetta er mjög vel unnin vefsíða með miklum og góðum upplýsingum og góðum myndum. Það er mjög þægilegt að finna allar upplýsingar hérna.
Vefsíðan inniheldur efni fyrir almenning, kennara og nemendur. Kennarar finna hér kennsluáætlanir og fleira.

Spacekids


Spacekids er stórkostleg vefsíða fyrir börn
sem vilja vita allt um geiminn. Það sem ber
af á þessari síðu er án efa ferð um sólkerfið,
þar sem sagt er frá sólkerfinu með tali og
myndum.
Annað efni á vefsíðunni er líka mjög gott, og
það sem í boði er t.d. meiri fróðleikur um
sólkerfið, leikir, fleiri myndskeið, fréttir og
svo geta krakkar sent inn spurningar um
allt sem viðkemur geimnum.
Þessi vefsíða er snilldarverk og það væri
gaman ef íslendingar gætu boðið ungu
kynslóðinni sinni uppá svona frábæran
vef á íslensku.NSSDC Photo Gallery

Á þessari vefsíða er stærðarinnar myndaalbúm með myndum úr geimnum. Þessi vefsíða og myndirnar eru allar á vegum Nasa. Þannig að hér eru allar bestu myndirnar.
Frábær vefsíða!Ask the Space Scientist

Á þessari vefsíðu er hægt að senda
inn alls konar spurningar um geiminn
og geimvísindamaður svarar þeim.
Eins er auðvitað hægt að lesa allar
spurningar og svör sem send hafa
verið inn.

The Universe


Mjög metnaðarfull vefsíða enda eru margir styrktaraðilar á bak við hana. Það sem er svo spennandi við þessa vefsíðu er að það er hægt að velja þyngdarstuðul á því efni sem þú vilt fræðast um og þeim verkefnum sem þig langar að taka eftir!
Eins er hægt að skoða myndir af jörðinni sem teknar eru utan úr geimnum og fleira.


Sólkerfið okkar - Vefleiðangur

Þetta er vefleiðangur sem ég setti á
heimasíðuna mína í vor. Á honum eru
líka nokkuð margar góðar krækjur um himingeiminn.


 


Sólkerfið - Þemaverkefni


Þetta þemaverkefni er hreint frábært og heppnaðist mjög vel. Afraksturinn er hægt að sjá á síðunni m.a. á vefsíðum nemenda með upplýsingum um sólkerfið sem þau unnu sjálf. Eins gerðu nemendurnir líkan af sinni stjörnu og þær heppnuðust hreint frábærlega. Þau sömdu tónverk, fóru í stjörnuskoðun í Kaldársel með Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og að lokum héldu þau svo kynningu fyrir foreldra og systkin.