Sólin okkar er sú stjarna sem skiptir okkur mestu máli, því án hennar væri ekkert líf á jörðinni. Sólin er í miðju sólkerfinu og allar reikistjörnurnar snúast á sporbaug kringum hana.

Sólin er hnöttur úr gífurlega heitu gasi. Hitinn í miðju sólar er 16.000.000.°C og hitinn á yfirborði sólar er 5500°C.

Sólin er 4.6 ármilljarða gömul. Hún er í meðallagi af sólstjörnu að vera en samt kæmust meira en milljón jarðar fyrir innan í henni.
Hún skiptist í fjögur meginlög og þrjú þeirra eru í gashjúpi sólar, sólhjúpnum, en eitt af þeim er inn í henni.

Ysti hjúpurinn heitir Sólkóróna. En gasagnirnar í henni hreyfast svo hratt að hitinn getur orðið 1.7 milljón gráður. Kórónan sést aðeins í sólmyrkva og í tækjum sem að eru sérstaklega hönnuð til þess að skoða hana.

Ljóshvolf er stundum kallað yfirborð sólarinnar, en þaðan kemur ljósið sem berst til okkar frá sólinni.


Myndin hér til vinstri sýnir sólarbletti en það eru blettir sem sjást á sólinni en blettirnir eru kaldari staðir á sólinni.


Sólarljósið er um átta mínútur að berast til jarðar um 150 milljón km vegalengd!

Í framtíðinni þegar gengur á vetnisforðann, mun sólin þróast í risastjörnu og þá verður ekki lengur lífvænlegt á jörðinni.