Vetrarbrautin
er flatur gormur eða spírall um það bil 100.000
ljósár á breidd með tveimur örmum
sem vefjast í kringum skæran gúlp í miðjunni.
Við
getum ekki séð kjarnann en á næturhimni
getum við séð hluta af vetrarbrautinni en þá
sjáum við daufa rák sem teygist yfir himininn.
Vetrarbrautin er 100.000 ljósár í þvermál
og um 15.000 ljósár á þykkt. Það
tæki 100.000 ár að fara þvert yfir hana,
þó svo að maður myndi ferðast á
ljóshraða.
Flestar
gamlar stjörnur hafa fundist nálægt kjarnanum
en í örmunum eru gasþokur þar sem nýjar
störnur myndast.
Í vetrarbrautinni er sólkerfið okkar en þar
er sólin okkar og reikistjörnurnar,
tungl, halastjörnur og loftsteinar sem allt snýst á
ógnarhraða hring eftir hring í kringum sólina.