Agn–líkanið

Eins og AGN-líkanið ber með sér eiga skólar að takast á við innra mat á starfi sínu og ákvarða á grundvelli þess forgangsverkefni til umbóta. Athuganir beinast að tveimur meginsviðum í starfi hvers skóla, stjórnskipulagi annars vegar og námi og kennslu hins vegar. Ég held að stjórnskipulag í þessum anda styðji kennara til breytinga og hjálpi til við að festa endurbætur í sessi. Endurmenntun kennara á sviði tölvu- og upplýsingatækni er nauðsynleg og hún þarf að beinast jafnt annars vegar að tölvufærni og kunnáttu á forritum og hins vegar að kennslufræðum, hvernig er best að flétta tölvu- og upplýsingtækni inn í allt annað nám. Það þarf líka að ætla kennurum tíma innan vinnutíma síns til að halda kunnáttu sinni við og bæta við sig, því tæknibreytingarnar eru ótrúlega hraðar. Við erum að undirbúa nemendur undir framtíðina og verðum því að vera vel að okkur um nútímavinnubrögð og tækni. agn-likan1

Forsíða
Inngangur
Stjˇrnskipulag og endurmenntun kennara
Agn-lÝkani­
Hva­ felst Ý t÷lvu- og upplřsingatŠkn
Howard Gardner
4Mat-kerfi­
David Kolb
Kennslua­fer­ir
S÷gua­fer­in
Ůemavinna
Leikir
Samskipti
Mßl- og hreyfi■jßlfun
Lokaor­
Heimildalisti
ęJˇna Bj÷rk Jˇnsdˇttir
jbj@ismennt.is  Upphafssíða
Ef við berum saman daglegt líf núna og fyrir u.þ.b. 20 árum þá er munurinn gríðarlegur. Allskonar tækninýjungar gera okkur lífið auðveldara og flest heimili eru í góðum tengslum við umhverfið í gegnum símann og tölvuna. Tölvan hefur gerbylt aðgengi manna að upplýsingum, samskiptum og afþreyingu. Ekki er hægt að segja það sama um skólakerfið því að grunnskólinn er um margt svipaður og fyrir 20 árum. Bekkjarfyrirkomulag, stundarskrá, stjórnunarkerfið, námsefni og kennsluaðferðir hafa alls ekki breyst í takt við breytingar á daglegu lífi og vinnuumhverfinu. í bókinni Upplýsingatækni í skólastarfi segir:

" Skólinn okkar, undir lok 20. aldar, hefur lítið breyst frá árdögum iðnbyltingarinnar. Að vísu hefur nemendum fækkað í bekkjum og umbúnaður hefur breyst, en þar með er líka upptalið. Enn gegna taflan og krítin mikilvægu hlutverki, námsgreinar eru að mestu þær sömu, kennsluaðferðir svipaðar og flestir telja rétta að í hverri kennslustofu séu nemendur fæddir á sama ári. Og enn telja margir að hlutverk kennarans sé að miðla nemendum af visku sinni." (bls. 11)

Þar er einnig sagt að endurmenntun kennara sé mikilvægasti þátturinn í tölvuvæðingu skólanna. ( bls.28) En jafnvel besta símenntun gerir ekkert ef kennarinn rekst sífellt á skipulagsveggi þegar hann ætlar að innleiða nýjungarnar í sitt starf.

Allt ber þetta að sama brunni, það er ekki hægt að hrúga tækjum inn. Það þarf að laga til í skólanum, ákveða hverju við viljum halda og hverju við viljum henda. Við þurfum að búa til pláss fyrir nútímann og framtíðina.

Vissulega þarf tölvur og tæki, kennarar þurfa allir að kunna vel á tæknina en það er ekki nóg. Það þarf að stokka upp skipulagið og það þarf að huga að því hvað við viljum að nemendur læri. Tölvuvæðingin er mjög misjöfn eftir skólum en jafnvel þeir skólar sem eru vel búnir eiga erfitt með að gera tölvu- og upplýsingatækni að þeirri þungamiðju sem stefnt er að.

Efst á síðu