Lokaorð
Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í því að þoka tölvu- og upplýsingatækni inn í íslensku grunnskólana, þá er mikið starf óunnið. Við þurfum að doka aðeins við, skoða það sem búið er að gera og ákveða framhaldið. Hvað viljum við með tölvu- og upplýsingatæknina. Hvernig einstaklinga viljum við fá út í þjóðfélagið. Líklega erum við sammála um að við viljum fá lífsglaða, námsfúsa og góða einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna með þeim áhöldum sem tæknin býður uppá. Við getum ekki séð fyrir okkur hvaða tækni verður notuð eftir 10 ár. En við getum þjálfað ungmennin okkar í að nýta sér þá tækni sem við höfum núna til þess að afla sér þekkingar og láta gott af sér leiða. Til þess verðum við að breyta áherslunum í skólakerfinu og stokka upp námsfyrirkomulagið. |
|