Aðventan


 

Aðventan eða jólafasta spannar síðustu fjórar vikur fyrir jól. Þetta er sá tími sem við tökum frá til að undirbúa okkur fyrir komu frelsarans og til að minnast fæðingu hans. Einkennislitur aðventunnar samkvæmt Þjóðkirkjunni er fjólublár.. Sjálf jólahátíðin ber síðan hvítan eða gylltan lit. Margir setja aðventuljós í glugga á þessum tíma og/eða setja upp aðventukrans sem eru fjögur kerti. Það er kveikt á einu fyrsta sunnudag í aðventu, næst á tveim, þá þrem og loks öllum fjórum.

Fyrsta kertið heitir Spádómakertið, það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins, sem höfðu sagt fyrir um komu frelsarans, Immanúel Guð með oss.

Annað kertið heitir Betlehemskertið eftir fæðingarbæ Jesús, þar sem ekkert rúm var fyrir hann.

Þriðja kertið heitir Hirðakertið eftir hirðingjunum sem fátækir og ómenntaðir fengu fyrst fregnina góðu um fæðingu frelsarans.

Fjórða kertið heitir Englakertið, minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.

Aðventusöngur

Við kveikjum einu kerti á
hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottinn sjáflur soninn þá
mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesú sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá
að hann er frelsarinn.

Emma Kohler, 1896