Jólasveinasögur 4. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Jólasíða BES

Jólasveinarnir Stúfur og Kertasníkir og jólatréð
Jólasveinninnn og jólatréð
Heilagur Nikulás
Giljagaur og gilið
Jólaálfurinn
Stúfur fer í ferðalag
Grýla fær vini
Stúfur
Jólasveinarnir
Montni Jólasveinninn
Gleymni Stúfur
Litli göslarinn
Jólasveinn
Trölli stal jólunum
Jólasveinninn
Leppalúði

Jólasveinarnir Stúfur og Kertasníkir og jólatréð

Einu sinni voru Stúfur og Kertasníkir að fara að gefa í skóinn. Stúfur sagði við Kertasníki: ,,Ég ætla að fara í þetta hús."
,,Af hverju?" sagði Kertasníkir.
,,Af því að það er með litlum glugga svo að ég kemst upp til gefa krökkunum í skóinn og þú færð kerti í hinu húsinu."
Þeir héldu áfram. Stúfur opnaði hægt og rólega svo hann myndi ekki vekja krakkana. Hann kíkti í pokann og tók dót og dálítið af nammi. Þá hrökk hann í kút og sagði við sjáfan sig: ,,Er þetta talandi jólatré, ég trúi ekki mínum eigin augum." Hann dreif sig í annað hús. Þá sagði Kertasníkir: ,,Af hverju ?"
,,Þú færð að vita það seinna" sagði Stúfur.

Sigurbjörg Anna
Efst á síðu


 

Jólasveinninnn og jólatréð

Einu sinni var Stúfur að fara að gefa í skóinn. Hann sá rosalega fallegt hús. Hann fór þangað og opnaði gluggann hægt og varlega, þá heyrðist eitthvað ,,díngolbell" hann hrökk í kút, kíkti fram fyrir sig og starði með augunum sínum. ,,Talandi jólatré" sagði hann og dreif sig í að gefa í skóinn. Hann hljóp og sagði við sjálfan sig: ,,Ég ætla ekki í þetta hús aftur."

Sigurbjörg Anna
Efst á síðu


Heilagur Nikulás

Heilagur Nikulás í himnaríki.

Einu sinni var heilagur Nikulás á fer í himnaríki til að athuga hvort englarnir væru að halda áfram með verkin sín. Þau áttu bráðum að vera búin að pakka niður nokkrum gjöfum. Minnsti engillinn átti að vera búinn að mála piparkökurnar og æfa sig á flautu. Heilagur Nikulás sagði: ,,Komdu litli engill, nú skulum við halda áfram að vinna.,, Svona endar sagan um Nikulás.

Sigubjörg Anna
Efst á síðu


Giljagaur og gilið

Einu sinni var Giljagaur að fara gefa í skóinn. Þá sagði hann: ,,Ég ætla að til Akureyrar af því að þar er svo mikið af giljum og þar er svo gaman leika sér." Þá sagði Grýla: ,,Þú átt ekki að leika þér í gilinu, heldur að gefa í skóinn, á sumrin máttu leika þér í gilinu." Þá sagði hann: ,,Það er svo gaman að leika sér á jólunum."


Sigurbjörg Anna
Efst á síðu


Jólaálfurinn

Jólaálfurinn er kallaður Strimpur. Strimpur var að labba og þá hitti hann leiðinlegan jólasvein sem er kallaður Gráskeggur. Hann var vondur við Strimp. Strimpur fór til pabba síns og sagði honum að Gráskeggur væri að stríða sér. Leppalúði talaði við lögguna og löggan náði í hann og lét hann í fangelsi.

Björgvin Karl
Efst á síðu


Stúfur fer í ferðalag

Einu sinni var Stúfur að fara í ferðalag á vélsleðanum. Hann sá hænu og vildi fá pönnu til að steikja hænuna. Hann stal pönnunni, þá vildi hann fá kók og fór út í búð á vélsleðanum.

Erling Ævarr
Efst á síðu


Grýla fær vini

Grýla fór inní bæ. Síðan fór hún út í skóla. Hún vissi hvað 1+1 er. Síðan vildi hún eignast vini. Hún eignaðist vini og svo fóru þau í leiki. Síðan fór hún út í búð og keypti gjöf handa vini sínum. Þessi gjöf var rafmagnsbíll, svo fór hún.

Erling Ævarr
Efst á síðu


Stúfur

Stúfur lá í rúminu veikur. Þá sagði Grýla: ,, Ef þú nærð þér ekki fá börnin engar gjafir."
En Stúfur náði sér og færði börnunum gjafir.

Fjölnir Þorri
Efst á síðu


Jólasveinarnir

Einu sinni fyrir langa löngu voru jólasveinarnir í snjókasti. Þeir skiptu sér í tvö lið sex á móti sjö. Þannig var nú það. Það var alltaf verið að kasta í Stekkjastaur þannig að hann datt alltaf en komst aldrei upp. Þegar snjókastinu var lokið þá kom Grýla og reisti Stekkjastaur upp og síðan fór hann að gefa í skóinn.

Guðmundur Einar
Efst á síðu

Montni Jólasveinninn

Einu sinni var jólasveinn sem var alltaf að gefa krökkum gjafir. Hann var rosalega montinn og þóttist vera besti jólasveinninn og þóttist líka geta allt. Enn einn daginn sáu englarnir hvað jólasveinninn var rosalega montinn og fóru niður á jörðina og þóttust vera börn. Þeir sögðu við hann: ,,Við viljum ekki að þú sért jólasveinn, þú ert allt of montinn." Hann varð leiður þegar hann heyrði þetta og fór heim til mömmu sinnar Grýlu. Þá sagði Grýla við hann: ,,Farðu aftur til byggða og reyndu að vera góður og ekki montinn og biddu krakkana fyrirgefningar." Jólasveinninn fór til byggða og hætti að vera montinn. Þegar englarnir sáu að jólarsveinninn var hættur að vera montinn fóru þeir úr búningnum og fyrirgáfu jólasveininum og hann var áfram jólasveinn.

Guðrún Telma Þ.
Efst á síðu

Gleymni Stúfur

Einu sinni var Stúfur að fara í sumarfrí. Hann fór að sofa og þegar hann vaknaði var kominn desember. Hann átti að gefa krökkum í skóinn og labbaði af stað. Hann fór að syngja ,,la la la la la " og þegar hann var kominn fór hann að gefa í skóinn. Hann fór inn og skoðaði og var í sex klukkutíma í einu húsi og gleymdi sér alveg og fór svo heim.
,,Ertu búinn með öll húsin?" spurði mamma hans. ,,Nei mamma mín ég gleymdi mér" sagði Stúfur. ,,Æ Stúfur minn gleymdir þú þér alveg" sagði Grýla. Eftir þrjá daga fór hann til byggða og sagði við börnin ,,Fékk enginn gjöf um daginn?" ,,Nei" sögðu krakkarnir. Ég er Stúfur og ég gleymdi að gefa ykkur gjafir, en núna ætla ég að gefa ykkur þær. Hann gaf þeim gjafir og allir kysstu Stúf og voru glaðir. Stúfur og allir jólasveinarnir fengu verðlaun líka Grýla og Leppalúði en Stúfur fékk bikar frá bæjarstjóranum.

Hildur Rós
Efst á síðu


 

Litli göslarinn

Einu sinni var jólasveinn sem hét Stúfur. Hann var svo lítill að hann náði aldrei upp í gluggakistuna. Hann þurfti að böslast upp á pall og hann þurfti að dröslaðist með pallinn. Honum var allan daginn illt í bakinu. Allir bræður hans voru að reyna að hugga hann en hann var aldrei glaður.

Jóhann Þórður
Efst á síðu


Jólasveinn


Einu sinni var jólasveinn sem heitir Stúfur.
Hann var alltaf að fara til álfanna. Hann kom með pakka til litlu álfanna og makintos til stóru álfanna. Hann kom aftur og aftur og aftur en nú þurfti hann að fara til byggða og færa börnunum pakka. Þá hvoldi hann snjósleðanum og pokinn rúllaði niður hlíðina. Dótið datt úr pokanum. Loks var pokinn tómur en þá komu tveir litlir álfar niður og tíndi dótið í pokann aftur. Hann hélt af stað og loks var hann búinn að gefa en átti smá dót eftir og gaf það álfunum litlu.

Jóhann Þórður
Efst á síðu


Trölli stal jólunum

Þegar Trölli var lítill var hann rosalega skeggjaður. Hann rakaði sig og þurfti að bera á sig krem og setti hauspoka yfir andlitið. Þegar hann kom í skólann þá þurftu allir að koma með gjafir hann gaf Mörtu Mey rosalega fallegan engil. Hann þurfti að taka hauspokann af þá fóru allir að hlægja þegar hann tók hann af. Hann klifraði langt langt upp á fjallið og átti heima í snjóflyksu inn í fjallinu.

Rakel Ýr
Efst á síðu

Jólasveinninn

Einu sinni var jólasveinn sem hét Kertarsníkir.
Hann átti bróður sem hét Stúfur. Þegar þeir fóru niður í þorp sá löggan þá. ,,Megið þið vera svona lengi úti?" spurði löggan. ,,Já, já" sagði Stúfur.
,,Aaaaaæ" öskraði Kertasníkir. ,,Jólakötturinn, mér brá" sagði Kertasníkir. Jólakötturinn kom í stígvélunum með rauðu staufuna og með jólasveinahúfuna. Mjá mjá, svo löppðu þeir að gefa börunum, mjá mjá. Einu sinni þegar þeir voru að gefa í skóinn, sáu þeir mömmu sína vera að stela þægum kökkum. ,,Mamma, mamma" hrópaði Stúfur ,,hvað ekki þetta eru þæg börn. ,,Óó" síðan fór hún upp í fjöll og kom aldrei aftur.

Endir.

Særún Eva
Efst á síðu

Leppalúði

Leppalúði er stór og feitur og sterkur. Einu sinni var hann sofandi. Þá hvað haldið þið að hafi gerst? Það stökk mús á Leppalúða. Honum brá og hann vaknaði.

Þorvaldur Óskar
Efst á síðu


Jólasíða BES