Íslensku jólasveinarnir

Fyrstu tvær vikurnar í desember ætlum við að taka fyrir íslensku jólasveinana. Við ætlum að aldursblanda 1. - 4. bekk og kenna samkvæmt könnunarnámsaðferðinni, tvisvar í viku, fjóra tíma í senn. Bekkjunum verður skipt í fjóra hópa og hver hópur verður alltaf hjá sama kennara en allir glíma við það sama. Könnunarnám byggir á rannsóknarvinnu nemandans útfrá eigin reynslu og þekkingu. Það er mjög mikilvægt að þekkingaröflunin byrji heima; að þau ræði við fjölskylduna sína hvað þau viti nú þegar og bæti um leið við þekkingu sína, setji hana niður á blað og komi með svörin í skólann.

Fyrsta rannsóknarspurningin sem þau eiga að glíma við er:

Hverjir eru íslensku jólasveinarnir og hvað er sérstakt við þá? (skrifaðu og/eða teiknaðu)

 

 

 

 

 


 

Hver er uppáhalds jólasveininn þinn? Hvers vegna?