Hvað er sérstakt við íslensku jólasveinana?
Hver er uppáhaldsjólasveinninn?

 

Þeir gefa gjafir og í skóinn. Þeir koma á jólaböll. Sumir eru hrekkjóttir. Þeir eru í góðu skapi. Sumir eru vitlausir. Þeir eru góðir við krakka. Stekkjastaur og Hurðaskellir eru uppáhaldsjólasveinarnir mínir, afþví að Hurðaskellir skellir hurðum!

Sunna Líf 2. bekk.

Þeir voru sagðir illviljaðir, hrekkjóttir og þjófóttir. sagðir stórir, ljótir og luralegir í vexti. Klæddir röndóttum fötum með gráa húfu á höfði og gráan poka á baki. Þeir eru synir Grýlu og Leppalúða.

Gáttaþefur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því hann var ræningi.

Mummi 4. bekk.

Þeir eru skemmtilegir og stríða.

Stúfur er skemmtilegastur.

Guðlaug Ingibjörg 3. bekk.

Þeir eru alltaf í rauðum og hvítum fötum og svörtum stígvélum og þeir eru stríðnislegir og þeir eru góðir.

Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn. Hann er svo skemmtilegur.

Eygerður 1. bekk.

Það er gaman að tala við þá. Þeir búa í fjöllunum. Þeir eru allir eins í rauðum fötum og með hvítt skegg.

Hurðarskellir og Stúfur eru uppáhaldsjólasveinarnir mínir. Af því að Hurðaskellir skellir hurðum og Stúfur er svo lítill og sætur.

Arnar Þór 2. bekk.

Þeir eru í gömlum fötum og stríða stundum. Þeir gefa í skóinn. Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er fyndinn.

Andri 4. bekk.

Kertasníkir og Stúfur eru uppáhaldsjólasveinarnir mínir. Kertasníkir vill að við kveikjum alltaf á kerti og Stúfur er svo lítill eins og ég og krúttíbútt!

Sigurbjörg Anna 4. bekk.

Gáttaþefur er uppáhaldsjólasveinninn minn - hann er með svo stórt og flott nef.

Guðrún Lilja 1. bekk.

Uppáhaldsjólasveinninn minn er Stúfur, hann er svalur!

Kamil 4. bekk.

Í Póllandi er einn jólasveinn, ég þekki ekki íslensku jólasveinana.

Mattheus 1. bekk

 

Jólasveinarnir eru þrettán. Þeir eiga mömmu sem heitir Grýla, hún étur óþekka krakka, þeir eiga pabba sem heitir Leppalúði. Þau eiga kött sem heitir Jólakötturinn. Jólakötturinn étur krakka sem fá ekki eitthvað nýtt á jölúnum. Þegar kemur að jólum kemur einn o geinn í einu til byggða, fyrstur kemur stekkjastaur og síðastur kemur Kertasníkir. Þeir stríða og taka mat frá fólki, Kjötkrókur tekur kjöt, Bjúgnakrækir tekur bjúgu.

Uppáhaldsjólasveinninn minn er Stúfur, hann er minnstur. Hann stelur pönnum og pottum, honum finnst gott að sleikja pönnur. Endir.

Fjölnir 4. bekk.

Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er minnstur.

Eyþór 1. bekk.

Þeir eru öðruvísi því þeir ganga í lopapeysum og ullarsokkum.

Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er lítill og sætur.

Kamilla 3. bekk.

Gluggagægir er svo skemmtilegur. Mér finnst svo gaman að sjá hann kíkja á gluggana.

Hlynur 1. bekk.

Þeir eru skrítnir, skemmtilegir og gamlir. Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn. Hann er kertasuðari, hann er tengdur kertum finnst mér. Hann elskar mig og alla.

Kristrún Helga 3. bekk.

Þeir voru útilegumenn sem rændu frá fólki og stríddu. Þeir eru líka sérstakir vegna þess að þeir eru margir, 13 stykki.

Þvörusleikir er uppáhaldsjólasveinninn minn vegna þess að við eigum sama stafinn Þ.

Þorvaldur 4. bekk.

Kertasníkir - sníkir kerti.
Gluggagægir - gægist á glugga.
Bjúgnakrækir - krækir í bjúgu.
Stúfur - hann er minnstur.
Þvörusleikir - sleikir ílátin.
Kjötkrókur - krækir í kjöt.
Stekkjastaur
Giljagaur
Skyrgámur - finnst gott skyr
Gáttaþefur - þefar úr hurðargættinni.
Askasleikir - borðar innan úr aski.
Pottasleikir - borðar innan úr pottunum.

Uppáhaldsjólasveinninn minn er Kertasníkir af því að hann sníkir kerti.

Gísli Vilberg 2. bekk.

Þeir hafa gaman að setja í skóinn!
Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að það er gaman að gefa honum kerti.

Ingibjörg 3. bekk.

Giljagaur hann stal forðunni frá fjósamanninum. Stúfur hann krækti sér í önnu, Þvörusleikir hann var fjarskalega mjór, Pottaskefill hann flýtti sér að pottunum. Ketkrókur er uppáhaldsjólasveinninn minn.

Hafsteinn 3. bekk.

Íslensku jólasveinarnir búa uppi í fjöllum í snjó. Þeir eiga vond tröll fyrir foreldra, Grýlu og Leppalúða. Í gamla daga voru þeir vondir, voru að krekkja og stela. Núna gefa þeir í skóinn og gjafir. Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn vegna þess að hann elskar kerti.

Steinunn Elfa 1. bekk.

Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er lítill og skemmtilegur.

Jóhann 4. bekk.

Íslensku jólasveinarnir eru 13. Þeir búa uppí fjalli hjá foreldrum sínum Grýlu og Leppalúða. Þeir fara til byggða 13 dögum fyrir jól. Þeir stela og græða og gefa góðu börnunum í skóinn. Stekkjastaur er uppáhaldsjólasveinninn minn, hann gaf mér jólapakka.

Dagbjartur 1. bekk.

Stekkjastaur -stífir fætur
Giljagaur - ferðast í giljum.
Stúfur - lítill.
Þvörusleikir - mjór
Pottasleikir - skefur potta.
Askasleikir -
Hurðaskellir - skellir hurðum.
Skyrjarmur/gámur - hrifinn af skyri.
Bjúgnakrækir - stelur bjúgum.
Gluggagægir - forvitinn.
Gáttaþefur - þefar úr hurðargættinni - langt nef.
Kjötkrókur - borðar kjöt.
Kertasníkir - sníkir kerti.

Stekkjastaur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því hann getur ekki geygt sig og mér finnst ekki gott að beygja mig.

Jana 1. bekk.

Litlir kallar sem stríða og stela. Hver stelur einni sort. Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn af því hann stelur kertum.

Særún 4. bekk.

Þeir eru 13, góðir en hrekkjóttir. Fylgjast með krökkum hvort þeir eru góðir.
Uppáhaldsjólasveinninn minn er Pottasleikir. Hann lét mig kveikja á jólatrénu á Eyrarbakka fyrir 3 árum og gaf mér mynd af því í ramma. Hann gefur mér alltaf eitthvað mjög fínt í skóinn þegar hann kemur.

Þórdís Bára 2. bekk.

Stekkjastaur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því hann er svo stór.

Margrét 3. bekk.

Kertasníkir - sníkir kerti.
Gluggagægir - gægist á glugga.
Bjúgnakrækir - krækir í bjúgu.
Stúfur - minnstur.
Þvörusleikir - finnst gott að sleikja ílátin.
Kjötkrókur - krækir í kjöt.
Stekkjastaur
Giljagaur
Skyrgámur - finnst gott skyr
Gáttaþefur - þefar úr hurðargættinni.
Askasleikir - borðar innan úr aski.
Pottasleikir - borðar innan úr pottunum.

Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn hann er lítill og sætur.

Guðrún Ósk 2. bekk.

Skyrgámur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann borðar svo mikið skyr og það er svo hollt.

Þórir Geir 2. bekk.

Þeir eru krakkar Grýlu og Leppalúða og koma 13 dögum fyrir jól. Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er svo lítill.

Gunnar Bjarki 3. bekk.

Þeir eru hrekkjóttir og þjófóttir. Þeir eru synir Grýlu og Leppalúða. Stúfur er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er minnstur.

Guðbjörg Lára 1. bekk.

Allir jólasveinar eru svo góðir. Hurðaskellir er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann skellir alltaf hurðunum svo hátt!

Kristján 3. bekk.

Stúfur er uppáhaldsjólasveinninnn minn, hann er svo lítill.

Sara Rós 3. bekk.

Uppáhaldsjólasveinarnir mínir eru Stúfur, Hurðaskellir og Skyrgámur!

Björgvin 4. bekk.

Hurðaskellir er uppáhaldsjólasveinninn minn af því að hann er svo skemmtilegur.

Guðrún Telma 4. bekk.

Þeir hafa svo mikið skegg, þeir eru prakkarar, eru alltaf í sömu fötunum. Það er skrítið hvernig þeir komast á traktor úr svona stóru fjalli. Uppáhaldsjólasveinninn minn: Stúfur er skemmtilegastur. Hann gefur svo skemmtilegar dót. Hann er líka stundum dálítill prakkari.

Ívar Þór 2. bekk.

 

Þeir eru 13 og eru hrekkjóttir. Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn: Út af því að hann kemur síðastur og þá fær maður oftast mest! Svo ef ég læt hann fá kerti fær maður miklu meira! Líka Stekkjastaur af því hann er fyrstur!

Anna Kristín 3. bekk.

Kertasníkir er uppáhaldsjólasveinninn minn. Mér finnst hann fyndinn þegar hann tekur kertin.

Auður Þórunn 2. bekk.

Þeir heita mörgum nöfnum og gefa manni allir í skóinn og eru skemmtilegir, fyndnir og ruglast stundum á nöfnum. Þeir eru allir jafn skemmtilegir en Stekkjastaur heitir flottasta nafninu.

efst á síðu