Samfelld þróun lesturs og ritunar hjá börnum

samkvæmt bókinni
Literacy Development in The Early Years (Morrow bls. 154-156)

Stigin eru sett upp sem leiðbeinandi.
Börn fara ekki öll á sama aldri í gegnum þessi stig.
1. stig. Könnun og vitund  Barnið byggir grunninn fyrir lestur og ritun með því að kanna umhverfið.

Barnið getur:

Kennarar ættu að: Foreldrar og fjölskyldumeðlimir ættu að:
  • notið þess að hlusta á sögur og ræða um þær.
  • skilið að texti felur í sér skilaboð.
  • gert tilraunir til að lesa og skrifa
  • þekkt merki og skilti í umhverfinu.
  • tekið þátt í rímleikjum.
  • þekkt nokkra stafi og para þá saman við hljóð þeirra.
  • líkt eftir ritmáli með þekktum stöfum eða eftirlíkingum.(sérstaklega merkingarþrungnum orðum eins og nafninu sínu eða frösum eins og "ég elska þig".)

 

 

  • vera lestarfyrirmyndir og lesa bækur með börnunum, t.d "Big books" .
  • tala um heiti bókstafa og hljóð þeirra.
  • setja upp umhverfis sem er ríkt af læsi.
  • endurlesa uppáhaldssögur.
  • hvetja barnið til að taka þá í orðaleikjum.
  • gefa færi á læsistengdum leikjum.
  • hvetja börnin til þess að gera tilraunir til að skrifa.
Efst á síðu
  • tala við barnið og hvetja það til þess að ræða málin, gefa hlutum nafn og sýna áhuga á því sem barnið segir.
  • lesa og endurlesa sögur sem eru með texta sem auðvelt er að spá fyrir framvindu í.
  • hvetja barnið til þess að rifja upp atburði og segja frá hugmyndum eða atvikum sem eru mikilvæg í þeirra huga.
  • fara reglulega á bókasafn.
  • Sjá barninu fyrir tækifærum til þess að skrifa og teikna með því að nota tússliti, vaxliti og blýanta.
2. stig: Tilraunakennd ritun og lestur
Barnið byggir upp grunnþekkingu á letri og byrjar að gera tilraunir með lestur og ritun.

Barnið getur :

Kennarar ættu að: Foreldrar og fjölskyldumeðlimir ættu að:
  • notið þess að hlusta á sögu og endursagt sjálf stuttar sögur eða innihald texta.
  • notað lýsandi frásagnir til þess að kanna og útskýra.
  • þekkt bókstafi, heiti þeirra og hljóð.
  • rímað og fundið fyrsta hljóð í orðum.
  • skilið frá vinstri - hægri og efst - niður fyrirkomulagið og algeng hugtök tengd texta.
  • parað töluð orð við prentuð orð.
  • Verið byrjuð að skrifa bókstafi og nokkur algeng orð.

 

 

 

  • hvetja barnið til að tala um reynslu þess af lestri og ritun.
  • bjóða upp á mörg tækifæri fyrir barnið til að kanna og læra tengslin á milli hljóða - tákns í merkingarfullum texta.
  • hjálpa barninu til þess að búta orðin niður í fónem og setja fónemin saman í heil orð (t.d. með því að skrifa orð hægt og hljóða um leið).
  • lesa oft áhugaverðar og innihaldsríkar sögur fyrir barnið.
  • gefa barninu dagleg tækifæri til þess að skrifa.
  • hjálpa barninu við að byggja upp orðaforða.
  • búa til læsisríkt umhverfi til þess að hvetja barnið til þess að lesa og skrifa sjálfstætt.
  • lesa daglega stuttar og upplýsandi sögur fyrir barnið.
  • hrósa barninu fyrir tilraunir til þess að lesa og skrifa.
  • leyfa barninu að taka þátt í athöfnum sem fela í sér lestur og skrif, t.d. við matargerð eða gerð innkaupalista.
  • leika við það leiki sem fela í sér ákveðnar athafnar eins og "Símon segir".
  • halda uppi samræðum við barnið við matarborðið og í daglegu amstri.

Efst á síðu

3. stig: Lestrar - og ritunarbyrjun
Barnið byrjar að lesa einfaldar sögur og getur skrifað um efni sem það þekkir.

Barnið getur:

Kennarar ættu að: Foreldrar og fjölskyldumeðlimir ættu að:
  • lesið og endursagt kunnuglegar sögur
  • notað hjálparaðferðir eins og að endurlesa, spá fyrir, spyrja og nýta sér samhengi þegar umskráning mistekst.
  • notað lestur og ritun fyrir margvíslega tækifæri að eigin frumkvæði
  • Lesið nokkuð hratt upphátt
  • notað hljóðun, orðhluta og innihald til þess að lesa ný orð
  • notað sjónminni til þess að þekkja mörg orð
  • skrifað um efni sem hefur persónulega þýðingu fyrir það

 

 

 

  • styðja við uppbyggingu á orðaforða með því að lesa daglega fyrir barnið, umskrifa mál þess og velja efni sem bætir við þekkingu barnsins, og örvar málþroskann
  • gefa tækifæri til og æfa aðferðir við að skilja ókunn orð
  • gefa barninu tækifæri til sjálfstæðs lestur og ritunar
  • lesa, skrifa og tala um ólíka texta eins og ljóð, fræðitexta, skáldsögur...
  • kynna ný orð og æfa aðferðir til þess að geta stafsett þau rétt
  • sýna og æfa aðferðir til að nota þegar ekki er hægt að nýta sér samhengi
  • hjálpa barninu við að útbúa orðalista upp úr efninu sem þau skrifa
  • tala um uppáhaldssögubækur
  • lesa fyrir barnið og hvetja það til að lesa fyrir sig
  • stinga upp á að barnið skrifi vini eða ættingja
  • koma með sýnishorn af því sem barnið hefur lesið eða skrifað á foreldrafundi
  • hvetja barnið til að sýna öðrum það sem það hefur lesið eða skrifað

Efst á síðu

4. stig: Umskipting lesturs og ritunar  Barnið byrjar að lesa hraðar og skrifa margskonar texta þar sem það notar bæði einfaldar og flóknari setningar.

Barnið getur:

Kennarar ættu að: Foreldrar og fjölskyldumeðlimir ættu að:
  • lesið nokkuð hratt
  • nýtt sér stuðningsaðferðir eins og að endurlesa, spyrja o.s.frv.
  • notað orðgreiningaraðferðir til að skilja ný orð
  • þekkt mörg orð með sjónminni
  • skrifað um fjölbreytt efni með tilliti til áheyranda
  • notað algenga stafklasa og reglur til að stafsetja orð
  • sett punkt á eftir setningu og prófarkalesið eigin vinnu
  • eytt tíma í daglegan lestur og notað lestur til að rannsaka efni

 

  • búa til bekkjarstemmingu sem styður við greinandi, metandi og íhugandi hugsun
  • kenna barninu að skrifa margvísleg textaform (sögur, upplýsingar, ljóð)
  • ganga úr skugga um að barnið lesi allskonar texta með mismunandi tilgangi
  • kenna barninu að endurskoða, ritstýra og prófarkalesa
  • kenna barninu að stafsetja ný og erfið orð
  • verið fyrirmynd að ánægjulegum lestrarvenjum

 

  • halda áfram að lesa fyrir barnið og hvetja það til að lesa fyrir sig
  • setja barnið í aðstæður sem krefjast þess að lesa og skrifa
  • taka þátt í skólastarfinu
  • sýna barninu að áhuga með því að gera ritverk þeirra sýnileg
  • fara reglulega á bókasafnið
  • útvega lestarefni og ritunarverkefni sem tengjast áhugasviði barnsins

Efst á síðu

5. stig: Sjálfstæður lestur og skapandi ritsmíðar

Barnið getur:

Kennarar ættu að: Foreldrar og fjölskyldumeðlimir ættu að:
  • lesið reiðbrennandi með ánægju
  • nýtt sér margvíslegar aðferðir til þess að skilja textann
  • notað orðþekkingaraðferðir til gagns og ósjálfrátt þegar það kemur að nýjum orðum
  • þekkt og rætt um mismunandi stílgerðir
  • séð samhengi á milli texta
  • tjáð sig í gegnum ólík ritform eins og í sögum, ljóðum eða skýrslum
  • notað fjölbreytt orð og flóknar setningar í samræmi við ritformið
  • endurskoðað og ritstýrt eigin ritsmíð
  • stafsett orð rétt í endanlegri útgáfu

 

 

  • sjá barninu fyrir daglegum tækifærum til þess að lesa, rannsaka og gagnrýna bæði sögu- og fræðitexta
  • halda áfram að byggja upp andrúmsloft sem hvetur til íhugandi hugsunar og persónulegra viðbragða
  • kenna barninu að velta fyrir sér hugmyndum sem birtast í textum
  • örva barnið til að nota ritun sem tæki fyrir hugsun og nám
  • auka við þekkingu barnsins á hefðum í ritmáli
  • leggja áherslu á að lokaútgáfa texta sé rétt stafsett
  • skapa umhverfi þar sem allir eru þáttakendur í samfélagi læsra námsmanna
  • halda áfram að styðja við nám barnsins með því að heimsækja bókasöfn og bókabúðir
  • finna aðferðir til þess að setja árangur barnsins í lestri og ritun í kastljósið
  • vera í reglulegu sambandi við kennara barnsins varðandi árangur og aðferðir í lestar- og ritunarnáminu
  • hvetja barnið til þess nota ritmál við margvíslegar aðstæður eins og fyrir uppskriftir, leiðbeiningar, leiki eða íþróttir
  • byggja upp ást á tungumálinu og örva barnið til þess að tala við aðra

Efst á síðu