Þróun læsis

Þessi vefur er afrakstur verkefnis sem var lagt fyrir á námskeiðinu Mál og lestur við framhaldsdeild K.H.Í í mars 2003. Verkefnið fólst í því

  • að velja eitt barn á aldursbilinu 4 til 10 ára.
  • að greina hvar það er statt í þróun læsis
  • að fjalla um hvernig hvatning er æskileg til að efla lestrarþróun hjá barninu
  • að fjalla um hvernig foreldrar geta hvatt barnið heima fyrir.
  • greina frá æskilegum áherslum í kennslu í leik- eða grunnskóla
  • að rökstyðja skoðanir og nota heimildir úr lesefni námskeiðsins
  • að segja frá niðurstöðum
  • að taka saman frá eigin brjósti hvað var lærdómsríkt við gerð verkefnisins og hvers vegna

Barnið sem ég valdi er drengur sem varð fimm ára í desember. Við skulum nefna hann Sindra. Hann er rólegur, íhugull um umhverfið og með góðan orðaforða. Hann hefur góða umhverfisgreind og finnst gaman að spjalla við fólk sem hann þekkir. Hann hefur ekki sýnt mikinn áhuga á ritun en finnst gaman að hlusta á sögur og syngja.

©Jóna Björk Jónsdóttir