Velt vöngum

 

Ástin, lífið, lífseindin, eigindin þráði félagsskap,

sameiningu.

 

Hún skein (var geisli) og var út um allt.

 

Til að geta snert næstu eigind, urðu þær að læra aga

og tjáningu..

 

Móðirin og faðirinn tóku sig til, og spunnu úr orkunni efnisþráð,

og prjónuðu sokk.

 

Það voru himnarnir með vetrarbrautum, stjörnum,

sólkerfum, sólum, plánetum og lífi.

 

Lífið lék sér í efninu, settist að í efninu, (kökuforminu).

 

Eftir mikinn leik urðu til einfrumungar sem léku sér saman.

 

Þeir lærðu ballett, sýndu fjölda sýninga eins og hópur íþróttamanna og kvenna.

 

Ljósið lýsti upp sannleikann, skuggarnir hurfu og þá kom traustið.

 

Þegar aginn og samleikurinn var orðin algjör, urðu fjölfrumungar til.

 

Þeir gátu tjáð sig mun betur, aginn og leiknin varð að sambúð.

 

Hver eind þjónaði sínu hlutverki og sköpunarverkið var stöðugt.

 

 Plöntu og dýralífið varð til.

 

Allt byggðist á ást, aga og þrautseigju.

 

Ef nögl vildi vera eyra, fór allt í vitleysu.

 

Nú er talað um framþróun, næsta skref.

 

Fjöldi af eigindum, sálum, einstaklingum, fullum af ást, aga og þrautseigju,

tilbúnir að ganga inn í kristlíkaman.

 

Upplifunin þar býður upp á nýja skynjun, og þá birtist nýr heimur,

sem okkur er ekki fært að lýsa, eða skilja.

 

Erfitt gæti reynst að lýsa litum fyrir þeim sem er litblindur.

 

Það er eins og einfrumungur, fjölfrumungur eða ormur,

án eyrna og augna, reyndi að lýsa umhverfi,

og lífi mannsins í dag.

 

Við mannfólkið þurfum leiðbeiningu til að feta þessa slóð.

 

Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn,

mun aldrei inn í það koma, var okkur sagt.

 

Egilsstaðir, 24.11.2009  Jónas Gunnlaugsson